Göngu- og hjólastígar
Tilgangur göngu- og hjólastígakerfis Reykjavíkurborgar er að gera íbúum og gestum kleift að ferðast hjólandi eða gangandi um borgina á öruggan, skemmtilegan og vistvænan máta.
Hjólaborgin Reykjavík
Markmið Hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur 2021–2025 er að auka hlutdeild hjólreiða í ferðum í borginni.
Kort
Heildarkort eru ekki lengur gefin út á pappírsformi. Unnið er að nýrri gerð korta sem verða birt hér þegar þau eru tilbúin. Hjólreiðafólk getur notað OpenStreetMap á meðan eða PDF-skjölin hér að neðan. (31.1.2022).
- Heildarkort af höfuðborgarsvæðinu 2014
- Heildarkort af höfuðborgarsvæðinu 2012
- Heildarkort af höfuðborgarsvæðinu 2011
- Hjólreiðakort 2012
- Hjólastígakort við Árbæjarstíflu 2011
- Hjólastígakort við Breiðholtsbraut 2011
- Hjólastígakort við Gullinbrú 2011
- Hjólastígakort við Korpúlfsstaði 2011
- Hjólastígakort við Nauthólsvík 2011
- Hjólastígakort við Rauðavatn 2011
- Hjólastígakort við Reykjanesbraut 2011
- Hjólastígakort við Suðurlandsbraut 2011
- Hjólastígakort í Vesturbæ 2011
- Heildarkort af Reykjavík 2010
- Kort gefið út í tilefni Samgönguviku 2007
- „Korters-kort“ gefið út í tilefni Samgönguviku 2006
Gangbrautarljós
Þú ættir að kannast við bláu ílöngu hnappaboxin sem finna má við mörg gangbrautarljós í borginni. Reykjavík vinnur nú að því að uppfæra öll gangbrautarljós í borginni með uppsetningu samskonar hnappaboxa. Hefur þú verið að pæla í því hvernig þau virka?
Tvær tegundir hnappaboxa
Vissir þú að við umferðarljós eru tvær mismunandi tegundir boxa? Önnur tegundin er með hnappi til að óska eftir grænu ljósi en hin er ekki með neinn hnapp. Boxin sem ekki eru með hnapp eru notuð á gatnamótum, þar sem grænt ljós kemur alltaf upp með reglulegu millibili.
Hnappabox án hnappa?
Hvort sem hnappaboxin eru með eða án hnapps til að óska eftir grænu ljósi, gefa þau frá sér hljóðmerki til að gera blindum og sjónskertum kleift, að greina grænt ljós frá rauðu.
Á nýjustu gerð boxanna er spjald að neðanverðu sem hægt er að þrýsta á og hækka í hljóðmerkinu. Í spjaldinu er einnig titringur fyrir fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Á hlið boxanna er upphleypt kort yfir gatnamótin sem gerir fólki mögulegt að átta sig á fjölda akreina, akstursstefnu umferðar og hvort umferðareyja sé á milli akreina. Aðgengileg umferðaljós í Reykjavík.