Úttektarvefur LUKR

Landupplýsingakerfi Reykjavíkur geymir viðamiklar landfræðilegar upplýsingar um götur, byggingar, lóðir, hæðarlínur, lagnakerfi og fleira í Reykjavík. Þessi gögn eru ókeypis og á stafrænu formi (shape, dxf eða dgn) sem notendum gefst kostur á að sækja í gegnum úttektarvef. Til að geta tekið út gögn þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

Upplýsingar um gagnaúttekt

Gögn LUKR eru geymd í landshnitakerfinu ISN93. Það byggist á keiluvörpun Lamberts með tveim snertibaugum, í 64° 15' og 65° 45'. Úttektarkerfið býður einnig upp á að varpa gögnunum yfir í Reykjavíkurhnitakerfið en það kann að lengja lítillega þann tíma sem fer í vinnslu úttektar. Núverandi úttektarform gagna miðast við afhendingu á shape-formi (.shp) og dxf-formi (.dxf).

Gjaldskrá fyrir teikningar LUKR

Það kostar 3.720 kr að fá staðlaðar teikningar afgreiddar í stærð A0. Þú getur séð hvað aðrar teikningar kosta í gjaldskrá.

Fyrirspurnir og ábendingar 

Senda má fyrirspurnir og ábendingar á netfangið lukr3w@rvk.is.