Forgangur í leikskóla
Plássum í leikskóla er úthlutað eftir aldri þeirra barna sem sækja um tiltekinn leikskóla. Sækja má um forgang að leikskóla fyrir barn ef sérstakar aðstæður mæla með því, til dæmis ef barn er orðið 5 ára, er með fötlun eða býr við alvarlegar heimilisaðstæður.
Hvernig virkar forgangur í leikskóla?
Ef umsókn um forgang er samþykkt fer barnið fremst á biðlistann. Í þeim tilfellum þegar fleiri en ein forgangsumsókn er í sama leikskóla er tekið inn eftir aldri. Barn með forgang byrjar í fyrsta lagi í leikskóla 12 mánaða gamalt.
Hvaða börn eiga rétt á forgangi í leikskóla?
- Börn sem eru orðin 5 ára þegar sótt er um.
- Fötluð börn og börn með skilgreind þroskafrávik. Vottorð frá viðurkenndum greiningaraðila þarf að fylgja umsókn.
- Börn foreldra undir lögaldri (18 ára).
- Börn einstæðra foreldra með þrjú eða fleiri börn á framfæri þar sem elsta barnið er ekki eldra en 9 ára.
- Þríburar.
- Börn starfsfólks í leikskólum Reykjavíkurborgar. Staðfesting frá leikskólastjóra þarf að fylgja.
- Börn sem búa við alvarlegar aðstæður. Undir það falla:
- a) Barnaverndarmál. Vottorð frá félagsmálayfirvöldum þarf fylgja umsókn.
- b) Alvarleg veikindi, alvarleg fötlun eða alvarlegir félagslegir erfiðleikar hjá fjölskyldumeðlimum barnsins. Vottorð frá lækni eða öðrum opinberum aðilum þarf að fylgja umsókn.
Umsókn
Til þess að sækja um forgang í leikskóla skráir þú þig inn á Mínar síður með rafrænum skilríkjum, velur Umsókn um forgang í leikskóla, hengir viðhengi við umsóknina (t.d. vottorð frá lækni) og sendir. Hægt er að fylgjast með stöðu umsóknar í Mínum málum á Mínum síðum. Forsjáraðilar barns fá tölvupóst þegar niðurstaða liggur fyrir varðandi umsókn um forgang.
Ef þú átt ekki rafræn skilríki bendum við á þjónustuver borgarinnar í síma 411 1111 eða innritun.leikskolar@reykjavik.is. Einnig er hægt að nálgast leiðbeiningamyndbönd um rafræn skilríki þar sem farið yfir hvernig rafræn skilríki virka, hvar sé hægt að nálgast þau og hvernig maður skráir sig inn með þeim.
Getum við aðstoðað?
Þarftu frekari aðstoð eða fannstu ekki það sem þú varst að leita að? Þjónustuver borgarinnar getur aðstoðað þig í síma 411 1111, á netspjalli og í gegnum netfangið innritun.leikskolar@reykjavik.is.
Hvað viltu skoða næst?
- Innritun í leikskóla Allt um innritunarferlið.
- Að byrja í leikskóla Í leikskóla er gaman.
- Afsláttur af leikskólagjaldi Átt þú rétt á afslætti?
- Brúum bilið Kynntu þér aðgerðaáætlunina.
- Flutningur á milli leikskóla Ertu að flytja?
- Ungbarnaleikskólar og ungbarnadeildir í leikskólum Betri aðstaða fyrir yngstu krílin.