Forgangur í leikskóla

Sækja má um forgang að leikskóla fyrir barn ef sérstakar aðstæður mæla með því.

Sækja má um forgang að leikskólum borgarinnar vegna: 

I. Barna sem eru orðin 5 ára. 

II. Fatlaðra barna og barna með skilgreind þroskafrávik. Vottorð frá viðurkenndum greiningaraðila skal fylgja umsókn.

III. Barna sem búa við erfiðleika í félagsumhverfi.

a) Barnaverndarmál. Vottorð frá félagsmálayfirvöldum skal fylgja umsókn.

b) Alvarleg veikindi, alvarleg fötlun eða alvarlegir félagslegir erfiðleikar hjá fjölskyldumeðlimum barnsins. 

Vottorð frá lækni eða öðrum opinberum aðilum skal fylgja umsókn.

c) Börn foreldra undir lögaldri (18 ára). 

d) Börn einstæðra foreldra með þrjú eða fleiri börn á framfæri og elsta barnið ekki eldra en 9 ára. 

e) Þríburar. 

Liðir II, II og III hér að ofan gilda einnig um sjálfstætt starfandi leikskóla. 

IV. Barna starfsfólks í leikskólum Reykjavíkurborgar. Starfsmaður leikskóla getur sótt um forgang að leikskólum Reykjavíkurborgar fyrir barn sitt á þar til gerðu eyðublaði. Starfsmaður þarf að uppfylla skilyrði 2. gr. reglna um leikskólaþjónustu um skilyrði leikskóladvalar. Leikskólastjóri í leikskóla starfsmanns þarf að staðfesta umsókn.

Umsókn

Umsóknum um forgang skal skilað með því að fylla út þetta eyðublað og senda á netfangið innritun.leikskolar@reykjavik.is