Stafræn borgaravitund
Stafræn borgaravitund (e. digital citizenship) að vera stafrænn borgari, er að hafa þekkingu, færni og viðhorf sem þarf til að sýna ábyrga og virðingarverða hegðun þegar tækni er notuð.
Samhliða innleiðingu námstækja 1:1 í skólum borgarinnar er mikilvægt að stuðla að ábyrgri netnotkun og stafrænni borgaravitund í öllu starfi með stafræna tækni.
Námsefni um stafræna borgaravitund
Hér má auk annars efnis finna útskýringu Sæmundar Helgasonar á hugtakinu stafræn borgaravitund ásamt kynningu á íslenskri þýðingu námsefnis Common Sence um stafræna borgaravitund. Efnið er að finna á vef spjaldtölvuverkefnis Kópavogs og velkomið að nota með því að geta heimilda.
- Námsefni um stafræna borgaravitund
- Yfirlit yfir upplýsingaveitur varðandi stafræna borgaravitund
- Upplýsinga- og miðlalæsi, hagnýtt efni í bæklingi
- Góðar netvenjur – nokkrir góðir minnispunktar
Stafrænar áskoranir barna
Öll með tæki – öll á netinu – hvað svo? Því fylgir ábyrgð að afhenda barni aðgang að netinu. Þrátt fyrir sína augljósu kosti fylgja því hættur. Það er í okkar höndum að kenna börnunum að umgangast netið og því mikilvægt að við þekkjum helstu áskoranir.
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skólastýra jafnréttisskóla Reykjavíkur fræðir okkur um efnið.
Upplýsingaveitur - fræðsla
SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni
SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni hefur um árabil haldið úti öflugu forvarnarstarfi.
Miðlalæsi.is - vefum um upplýsinga- og miðlalæsi
Sérstök fræðsluvika tileinkuð upplýsinga - miðlalæsi var haldin í fyrsta sinn á Íslandi í febrúar 2023. Allir skólar landsins fengu sendan fræðslupakka með 6 fræðslumyndböndum ásamt kennsluefni. Efnið er allt að finna á vef sem opnaður var í tilefni átaksins. Þar má einnig finna samantekt á skilgreiningum á hugtökum úr netheimum.
Fjölmiðlanefnd miðlalæsi - Foreldrafræðsla
Skúli B. Geirdal verkefnastjóri Miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd fræðir foreldra og forsjáraðila um börn og samfélagsmiðla. Fræðslustundin byggir á víðtækri könnun sem framkvæmd var meðan nemenda grunn- og framhaldsskóla á Íslandi.
Hlaðvarp RÚV - Börn og ungmenni í netheimum
Á hlaðvarpi RÚV Samfélag og samfélagsmiðlar má finna þætti um börn og netmiðla.
Umboðsmaður barna - Netið og samfélagsmiðlar
Á vef Umboðsmanns barna eru að finna leiðbeiningar til foreldra og forsjáraðila barna.
Ábendingalína Barnaheilla
Á vefsíðu Barnaheilla er hnappur sem kallast Ábendingalína. Þar getur þú látið vita ef þú rekst á slæma hegðun á netinu, ólöglegt, óviðeigandi eða óþægilegt efni um börn eða unglinga.
Þetta gæti til dæmis verið mynd af einhverjum sem er komin í dreifingu.
112 - Fræðsla um netöryggi, netspjall við sjálfboðaliða Rauða krossins
Á vef 112 er að finna fræðslu um netöryggi. Þar er einnig í boði netspjall við neyðarvörð 112 og sjálfboðaliða Rauða krossins 1717, nafnlaust ef aðeins er um símtal að ræða.
Hvað viltu skoða næst?
- Mixtúra Sköpurnar- og tækniver
- Starfsþróun Fræðsla í Mixtúru
- Skapandi tækni Skapandi nám, skapandi skil
- Stafrænt nám Innleiðing námstækja 1:1
- Persónuvernd og stafrænt skólastarf Með lögum skal land byggja
- Samþykktar kennslulausnir Það er leikur að læra
- Google leiðbeiningar fyrir starfsfólk A, B, C, D, E, F, Google
- Google leiðbeiningar fyrir nemendur A, B, C, D, E, F, Google
- Kerfisstjórar Hefur þú prófað að endurræsa?
Mixtúra
Sköpunar- og upplýsingatækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur
Mixtúra er staðsett á Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð, í stofu K-101 í Kletti.
Opnunartími Búnaðarbankans:
Mánudagar frá kl. 13:30-15:00
Föstudagar frá kl. 9-11 og 13:30-15:00
Þú getur haft samband með tölvupósti: mixtura@reykjavik.is
Sími 411 7080