Borgaraþing
Borgaraþing Reykjavíkur er formlegur vettvangur borgarbúa og borgarstjórnar til að eiga samtal um málefni borgarinnar. Markmiðið er að auka möguleika þátttakenda á að hafa áhrif á stefnumótun og stjórn borgarinnar og gefur íbúum tækifæri til beinni tengsla við kjörna fulltrúa með samtali um það sem skiptir þá máli hverju sinni.
Í ár verður umfjöllunarefni borgaraþingsins: Hvernig verður Reykjavík kolefnishlutlaus borg?
Borgaraþing 2025
Boðað er til opins borgaraþings 6. september nk. milli kl. 10:00-12:30 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Umfjöllunarefni borgaraþings verður að þessu sinni; Hvernig verður Reykjavík kolefnishlutlaus borg?
Um borgaraþing
Borgaraþing verða haldin að jafnaði árlega um afmörkuð málefni eða verkefni Reykjavíkurborgar en auglýst verður eftir tillögum að umræðuefnum. Íbúar, borgarfulltrúar, fagráð og öll þau sem láta sig málefnin varða geta sent inn ábendingar. Heimilt er að fjalla um fleiri en eitt málefni á dagskrá hvers borgaraþings.
Ábyrgð og framkvæmd borgaraþinga er hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar sem hefur náið samráð við stafrænt ráð, skrifstofu borgarstjórnar og viðkomandi fagsvið. Boðað er til borgaraþinga með 4 vikna fyrirvara með auglýsingu á miðlum Reykjavíkurborgar og öðrum kynningum á viðeigandi miðlum. Hægt er að senda fyrirspurnir um fyrirkomulag borgaraþinga á netfangið lydraedi@reykjavik.is.
Borgaraþing 2024
Fyrsta borgaraþing Reykjavíkur fjallaði um málefni barna á aldrinum 0-6 ára. Það átti sér stað í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 2024.
Á fundi borgarstjórnar í apríl 2023 var samþykkt tillaga um að halda borgaraþing um leikskólamál og umönnun ungra barna.
Jafnframt kveður ný lýðræðisstefna og aðgerðaráætlun hennar um að haldin séu regluleg borgaraþing um ýmis málefni en þetta er fyrsta þing sinnar tegundar í Reykjavík.