Borgaraþing

Borgarstjórn Reykjavíkur boðar til opins borgaraþings um málefni barna á aldrinum 0–6 ára. Dagvistun, umönnunarbil, aðstæður í borgarumhverfi, fjölbreyttar fjölskyldugerðir og farsæld barna verða meðal annars til umræðu. Foreldrar eru sérstaklega hvött til að mæta og skiptast á skoðunum. Boðið verður upp á gæslu barna meðan á þinginu stendur.

Hvar er þingið?

  • Tímasetning: 11:00–13:00, laugardaginn 8. júní, 2024
  • Staðsetning: Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík

Meira um þingið

Á fundi borgarstjórnar í apríl 2023 var samþykkt tillaga um að halda borgaraþing um  leikskólamál og umönnun ungra barna. Jafnframt kveður ný lýðræðisstefna og aðgerðaráætlun hennar um að haldin séu regluleg borgaraþing um ýmis málefni en þetta er fyrsta þing sinnar tegundar í Reykjavík.