Borgarbúar óskast

Vilt þú hafa áhrif á þjónustu borgarinnar? 

Hefur þú notað þjónustu hjá borginni og ert með hugmyndir um hvernig er hægt að bæta hana? Til að veita góða þjónustu er mikilvægt að fá innsýn frá fólkinu sem notar hana. Þannig getum við gert betur og sniðið þjónustu eftir ólíkum þörfum borgarbúa. Við leitum þess vegna að áhugasömu fólki sem býr í Reykjavík og langar að hafa raunveruleg áhrif á borgina sína.

Hvernig virkar þetta? 

  1. Þú skráir þig á notendalistann
  2. Þegar við förum í gang með ný stafræn verkefni sendum við tölvupóst á öll sem hafa skráð sig
  3. Þú ýmist hittir okkur í viðtölum, svarar könnun eða prófar stafræna þjónustu 
  4. Við notum niðurstöðurnar til að breyta, bæta eða endurhanna þjónustu
  5. Öll sem taka þátt geta haft áhrif á þjónustu borgarinnar með því að segja frá sinni upplifun. Þannig græðum við öll!

 

Verkefnin eru fjölbreytt, allt frá innritun í leik- og grunnskóla yfir í rafrænar byggingarleyfisumsóknir. Ekki eru þó öll verkefni sem eiga við alla þátttakendur og engin krafa að taka þátt. Þú getur alltaf afskráð þig af póstlistanum.