Íbúafundur borgarstjóra – Háaleiti og Bústaðir
Borgarstjóri bauð til opins íbúafundar fimmtudaginn 14. október kl. 20:00 fyrir íbúa í Háaleiti og Bústöðum. Á fundinum kynnti borgarstjóri það sem efst er á baugi í hverfinu og fékk hverfisskipulag sérstaka athygli.
Streymi
Streymt var frá íbúafundinum og er upptaka aðgengileg hér að neðan. Íbúar voru hvattir til að senda inn fyrirspurnir og var þeim svarað að hluta á fundinum - Sjá einnig hér í samantekt.
Dagskrá fundarins
- Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: Háaleiti og Bústaðir
Skoða kynningu Dags - Bryndís Eva Ásmundsdóttir, íbúi í 108 og kennari: 108 4life
- Ævar Harðarson, arkitekt og deildarstjóri Hverfisskipulags: Samráð við gerð hverfisskipulags fyrir Háaleiti og Bústaði
Skoða kynningu Ævars - Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, landslagsarkitekt og ráðgjafi Hverfisskipulags: Á ég kannski falinn gimstein?
Skoða kynningu Ragnhildar - Björn Einarsson, formaður Víkings: Víkingur - Öflug þjónusta í hverfinu okkar
Skoða kynningu Björns - Fyrirspurnir íbúa sem sendar hafa verið fyrir fundinn eða eru bornar upp í sal.
Skoða skjal með svörum við spurningum.
Fundarstjóri var Dóra Magnúsdóttir, formaður íbúaráðs Háaleitis Bústaða.
Íbúi í hverfinu
Bryndís Eva Ásmundsdóttir, kennari og íbúi í hverfinu sagði okkur frá dásemdum Háaleitis- og Bústaðahverfis og er sú upptaka hér fyrir ofan. Vegna tilfallandi tæknimála á fundinum var ekki hægt að spila samtímis fyrir sal og á streymi, en úr því bætt hér með.
Spurningar og svör
Samantekt spurninga frá fundinum
Svör við spurningum sem bárust fyrir fundinn voru tekin saman. Hluta spurninga var svar á fundi en kallað eftir öðrum svörum í kjölfar hans.