C40 – grænar þróunarlóðir
Reykjavíkurborg tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi borga sem vinna að því að gera borgir sjálfbærar og grænar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og þeirri vá sem af þeim stafar. Samtökin heita C40 og standa þau fyrir alþjóðlegum samkeppnum um þróun svæða undir heitinu Reinventing Cities. Verkefnið hefur á íslensku verið kallað Grænar þróunarlóðir.
Verkefni á Frakkastíg, Lágmúla og Ártúnshöfða
Fyrsta samkeppnin sem Reykjavík tók þátt í var kynnt árið 2017 og þá var ákveðið að bjóða fram lóðir við Frakkastíg/Skúlagötu, á Ártúnshöfða og við Lágmúla 2/Suðurlandsbraut.
Þá er verið að þróa lóð á Ártúnshöfða auk lóðar við Lágmúla, þar sem verður byggt umhverfisvænt hús úr timbri og jarðhiti undir lóðinni nýttur til sjálfbærni.
Verkefni í Gufunesi og á Sævarhöfða
Verið er að þróa lóðir í samkeppni á vegum C-40 í Gufunesi og á Sævarhöfða. Verkefnið á Sævarhöfða snýst m.a. um að finna nýtt og grænna hlutverk fyrir 40 metra háa turna sem þar eru á fyrrum athafnasvæði Björgunar.
Verkefni fyrir háskólanema í Austurbergi og Gerðubergi
Í desember 2020 var stúdentum boðið að koma með hugmyndir fyrir afmarkað svæði í Austurberg og Gerðuberg í Efra-Breiðholti.