Átta teymi valin fyrir grænar þróunarlóðir

Skipulagsmál

Loftmynd af snævi þöktum Höfðanum.

Sextán teymi sendu inn áhugayfirlýsingu í samkepninni Re-inventing Cities um grænar þróunarlóðir. Samkeppnin snýst um að þróa þrjú svæði í Reykjavík en þau eru í Lágmúla, Ártúnshöfða og á Frakkastíg. Nú hafa átta teymi verið valin til að taka þátt í seinni hluta samkeppninnar. Alls hafa tólf borgir lagt fram 31 lóð í samkeppninni.

Átta teymi hafa verið valin í seinni hluta samkeppninnar Re-inventing cities en Reykjavíkurborg býður fram þrjár grænar þróunarlóðir í samkeppninni. Keppnin er haldin á vegum samtakanna C40 en í þeim eru borgir sem sækja fram í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.Keppnin snýst um að þverfagleg teymi móti framtíðarsýn fyrir lóðirnar með það að meginmarkmiði að þar rísi fyrirmyndarbygging í sjálfbærni. Reykjavíkurborg er þátttakandi í samstarfi yfir 96 stórborga gegn loftslagsbreytingum og er samkeppnin liður í baráttunni gegn þeim. Lóðirnar sem um ræðir eru í Lágmúla, Ártúnshöfða og á Frakkastíg.

Alls hafa tólf borgir víðs vegar um heim boðið fram 31 lóð til þróunar í samkeppninni en yfir 230 áhugayfirlýsingar bárust í keppnina frá 1.200 fyrirtækjum og samtökum. Lokaúrslit í samkeppninni verða væntanlega í maí 2019. Eitt teymi verður að lokum sigurvegari á hverju svæði. Teymin öðlast þá rétt til að gera samning um uppbyggingu á lóðinni. 

Bestu lausnir á sviði sjálfbærni

Markmiðið með samkeppninni er að kalla fram lausnir til uppbyggingar á umhverfisvænum byggingum/verkefnum og sýna bestu lausnir á sviði sjálfbærni, umhverfisgæða og minna kolefnisfótspors, ásamt því að styðja við góða borgarþróun. Fyrirmyndin er vel heppnað verkefni Reinventing Paris sem komið var á fót árið 2015.

Þverfaglegt teymi C40 aðstoðar borgirnar við að velja besta verkefnið fyrir hverja lóð m.t.t. bestu lausna í umhverfismálum m.a. orkunýtingu, aðlögunarhæfni, sorphirðu, líffræðilegum fjölbreytileika o.s.frv. Einnig er horft til þess sem boðið er sem greiðsla fyrir lóðina/byggingarréttinn. Að lokum fær vinningsteymið leyfi til að fjárfesta í lóðinni og framkvæma verkefnið. Það er á endanum á valdi viðkomandi borgar hvort að þeim samningi/sölu verði.

Þau teymi sem valin voru áfram í Reykjavík voru

Svæði: Lágmúli

POSITIVE ENERGY
Teymisstjóri: MAUD CAUBET ARCHITECTES
Arkitektar: MAUD CAUBET ARCHITECTES / TEIKNISTOFAN TRÖÐ EHF
Umhverfisráðgjafi: VERKIS / OASIIS / CANNDIE MAGDELENAT

FABRIC
Teymisstjóri: MTHØJGAARD 
Arkitektar: BASALT ARCHITECTS / LANDMÓTUN 
Umhverfisráðgjafi: EFLA CONSULTING ENGINEERS 

Svæði: Frakkastígur

KANVA
Teymisstjóri: K ANVA ARCHITECTURE
Arkitektar: KANVA ARCHITECTURE , KRADS, ELEMENT, BEKA.
Umhverfisráðgjafi: ELLIO

REYKJAVIK COLLECTIVE
Teymisstjóri: SUNDABORG EHF 
Umhverfisráðgjafi: VSO CONSULTING EHF 

GRAENT PEBBLE
Teymisstjóri: MAUD CAUBET ARCHITECTES 
Arkitektar: MAUD CAUBET ARCHITECTES / TEIKNISTOFAN TRÖD EHF 
Umhverfisráðgjafi: VERKIS / CANDDIE MAGDELENAT

Svæði: Ártúnshöfði

URBAN DELTA
Teymisstjóri: VSO RAÐJÖF 
Arkitektar: VSO RAÐJÖF, JVANTSPIJKER 
Umhverfisráðgjafi: VSO RADGJOF 

SAMRAEKT - GROWING TOGETHER
Teymisstjóri: SAMRAEKT EHF 
Umhverfisráðgjafi: LANDING AQUACULTURE 

LIFANDI LANDSLAG
Teymisstjóri: UPPHAF / HEILD 
Arkitektar: JAKOB+MACFARLANE / T.ARK ARKITEKTAR / LANDSLAG
Umhverfisráðgjafi: EFLA CONSULTING ENGINEERS LTD