Career Development

The Education Innovation Center (NýMið) provides support and advice to SFS facilities in the adoption of the Education Policy, promotes collaboration with universities in career development and provides support for development and innovation. A 1:1 learning device s part of the adoption of the Education Policy.

Consultant for the Education Innovation Center are based at Mixture's offices in Mjodd, where the Resource Bank is also housed.

Below you will find, among other things, workshops available during the school year.

The Reykjavik Education Policy

The main objective of the Reykjavik Education Policy is for all children to grow, develop and feel happy in a democratic society that is based on human rights and respect for the diversity of human life.

Starfsþróun og stuðningur

Sumarsmiðjur SFS 2024

Sumarsmiðjur SFS verða haldnar mánudag og þriðjudag 12. og 13. ágúst. Í bæklingnum finnur þú lýsingar og hlekki á skráningu sem fer fram í gegn um Torgið.  Sjá bæklinginn Sumarsmiðjur SFS 2024

Sumarsmiðjur á vegum Mixtúru: 

  • Google skólaumhverfið og Classroom fyrir byrjendur (12. OG 13. ágúst frá kl. 9-12)
    Snjallt að benda nýjum kennurum á þetta námskeið, eða kennurum sem eru að stíga sín fyrstu skref í að nota stafrænt skólaumhverfi með nemendum. Skráning
  • Spjaldtölvur á yngsta stigi (13. ágúst frá kl. 9-12)
    Möguleikar í kennslu á yngsta stigi og hvernig þeir geta hjálpað kennurum að auka fjölbreytni í verkefnaskilum og styðja við nemendur með fjölbreyttar þarfir. Skráning
  • Gervigreind og lesblinda (12. ágúst frá kl. 13-16)
    Skoðað er hvernig gervigreind getur nýst í námi og kennslu lesblindra. Skráning

Skapandi tækni í smiðju Mixtúru

  • Pýþagórasartré í sköpunarsmiðju (12. ágúst frá kl. 9-12)
    Að nota sköpunarver og tækni til að gera myndverk með tré eftir reglu Pýþagórasar. Skráning
  • Sköpunarsmiðjur með áherslu á sýnilega endurgjöf í kennslustofunni (12. ágúst frá kl. 13-16)
    Stjörnur, stikur, framfaratré, útgöngumiðar og umferðarljós eru dæmi um gagnlegar stoðir þegar unnið er út frá hugmyndafræði leiðsagnarnáms. Þetta á ekki síst við þegar kennari gefur og kallar eftir endurgjöf frá nemendum. Skráning
  • Cricut fjölskerinn í skapandi starfi (13. ágúst frá kl. 9-12)
    Þátttakendur vinna með eigin teikningar og prófa að skera þær út í mismunandi tegundir af efnivið, svo sem vinyl, karton og ál. Skráning
  • Gróskutengiliðir og Gróskuteymi grunnskólanna (Þriðjudaginn 13. ágúst frá kl. 13-16)
    Viðburðurinn er sérstaklega ætlaður Gróskutengiliðum og Gróskuteymum, en stjórnendur eru hvattir til að taka þátt. Hér gefst forkólfum stafrænnar tækni í skólum borgarinnar tækifæri til að hittast og ræða saman, en markmið vinnustofunnar er að skoða saman eftirfarandi atriði:
    • Uppfærsla og breytingar á UT-tengdri hæfni í UTM kafla og öðrum köflum í aðalnámskrá grunnskóla. Áhrif á skólanámskrá og staða nemenda eftir 4., 7. og 10. bekk.
    • Nýtt hlutverk vörustjóra kennslulausna. Yfirsýn yfir leyfðan hugbúnað, forgangsröðun og bætt ferli.
    • Google skólaumhverfið, úttektin, umhverfisvæn tiltekt í skýjageymslum.
    • Óskir um mikilvæg öpp og viðbætur.
    • JAMF innleiðingin og notkun á Teacher appinu.
    • Skapandi verkefni í sköpunarsmiðjum
    • Samráðsvettvangur, samvinna og fræðsla í vetur            Skráning

Starfsþróun Mixtúru - stafræn tækni í skólastarfi

Mixtúra býður upp á skipulagða fræðsluviðburði. Starfsstaðir SFS geta einnig óskað eftir fræðslu/vinnustofum frá ráðgjöfum Mixtúru fyrir stærri og minni hópa sem og einstaklinga. Vinnustofurnar eru útfærðar í samráði við starfsstaði. Hægt er að panta fræðslu, vinnustofur og ráðgjöf á mixtura@reykjavik.is.

Miðað er við 1,5 klst. dagskrá, nema óskað sé eftir öðru.

Dæmi um fræðslu og ráðgjöf:

  • Kynning á Mixtúru og möguleikum Búnaðarbanka SFS
  • Google skólaumhverfið
  • Raftextíll og rafrásir
  • Cricut fjölskerinn (m.a. bolagerð, töskugerð og vegglímmiðar)
  • Forritun og forritanleg hugsun
  • Myndbandagerð
  • Hlaðvarpsgerð og hljóðupptökur
  • Samþætting, skapandi og fjölbreytt skil
  • Raddinnsláttur, þýðingavélar, talgervlar og önnur styðjandi tækni
  • Möguleikar gervigreindar

Nánari upplýsingar í gegnum netfangið mixtura@reykjavik.is.

Stafræna skólaumhverfið í Google - leiðbeiningar og kennslumyndskeið

Hér má finna leiðbeiningar um öll helstu forrit Google skólaumhverfisins. Það er misjafnt hvað hentar hverjum og því að finna leiðbeiningar til útprentunar, skýringamyndir um afmarkaða hluti og kennslumyndskeið.  

Mixtúra

Sköpunar- og tækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur

 

Mixtúra er staðsett á Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð, í stofu K-101 og K-104 í Kletti.

 

Opnunartími Búnaðarbankans:

Mánudagar frá kl. 13:30-15:00
Föstudagar frá kl. 9-11 og 13:30-15:00

Þú getur haft samband með tölvupósti: mixtura@reykjavik.is
Sími 411 7080