Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur er skipuð sex mönnum, fimm kjörnum af Borgarstjórn Reykjavíkur og einum kjörnum af bæjarstjórn Akraness. Borgarstjórn Reykjavíkur kýs formann og varaformann stjórnarinnar úr hópi fulltrúa Reykjavíkurborgar. Sveitarstjórn Borgarbyggðar skal heimilt að tilnefna einn áheyrnarfulltrúa í stjórn með málfrelsi og tillögurétt.

Borgarstjórn kaus í stjórn Orkuveitunnar þann 20. desember 2022. Formaður stjórnar er Gylfi Magnússon.