Vika6 - 2024

Vika6 fer fram dagana 5. til 9. febrúar 2024. Þemað að þessu sinni er samskipti og sambönd. Hér má finna nokkrar hugmyndir og verkfæri sem sérsniðin eru að þema ársins. 

Í verkfærakistum á forsíðu Vika6 má einnig finna ýmiskonar kennsluefni sem nýtist í tengslum við þemað í ár.

Þema Viku6 2024

Þema Viku6 að þessu sinni er samskipti og sambönd. 

Hægt er að vinna með þemað á fjölbreyttan hátt, út frá aldri og þroska hvers barnahóps.

Tengt þessu þema er t.d. hægt að fjalla um:

 • Vináttu
 • Fjölskyldu
 • Hvað einkennir heilbrigt samband og hvað óheilbrigt samband?
 • Hrifningu, ást og ástarsorg
 • Höfnun
 • Þrýsting
 • Hvernig líta góð samskipti út?
 • Hvernig líta slæm samskipti út?
 • Afbrýðissemi og stjórnun
 • Frumkvæði
 • Virðingu, traust og öryggi
 • Svik
 • Samtal, tjáningu og hlustun
 • Ábyrgð í samskiptum

Kennsluhugmynd - Heilbrigð og óheilbrigð samskipti

Þessi æfing þjálfar nemendur í því að koma auga á hvaða samskipti eru jákvæð og heilbrigð, hvaða samskipti þarf að vinna með og hvaða samskipti eru neikvæð, óheilbrigð og jafnvel ofbeldi. Æfingin byggir á verklegri þátttöku allra í hópnum.  

Kennsluhugmynd - Klípusögur

Hér má finna nokkrar klípusögur sem gott getur verið að leyfa nemendum að spreyta sig á. Tilvalið er að skipta nemendum í litla hópa og hver hópur fær eina sögu sem þau eiga að ræða um og koma með tillögur að lausn við.

Kennsluhugmyndir fyrir leikskóla og yngsta stig

Hér eru hugmyndir að verkefnum sem hægt væri að vinna með nemendum í tengslum við þemað í Viku6.

 

Kennsluhugmyndir fyrir miðstig

Hér getur þú nálgast kennsluhugmyndir í tengslum við Viku6 fyrir miðstig.

Heilbrigð og óheilbrigð samskipti

Myndband fyrir nemendur á miðstigi sem fjallar um heilbrigð og óheilbrigð samskipti. 

Kennsluhugmynd - Lagatextar

Hér má finna tillögu að hópaverkefni út frá sönglagatextum Hver og einn hópur fær lagatexta til að vinna með og rýna í hvaða skilaboð má í textanum varðandi samskipti og sambönd.

Rökræður

Hér má finna hugmyndir að rökræðum í kennslustund. Kennslustofunni er skipti í tvö svæði þar sem nemendur geta tekið afstöðu um hvort þeir séu sammála eða ósammála ákveðnum staðhæfingum. Verkefnið er tilvalið til að þjálfa nemendur í að færa rök fyrir máli sínu sem og að sýna þeim að það má skipta um skoðun.

Textar tengdir QR kóða

Hér má finna tengla á texta sem tengjast stuttermabolum með QR kóða sem dreift var til allra félagsmiðstöðva í borginni. Textarnir henta líka mjög vel til notkunar í kennslu. 

Niðurstöður unglingafundar

unglingafundur

Unglingafundur í tengslum við Viku6 2024 var haldinn þann 6. desember 2023. Öllum grunnskólum borgarinnar bauðst að senda tvo fulltrúa á fundinn. Í heildina mættu um 70 áhugasöm, glöð og hugmyndarík ungmenni á fundinn og ræddu saman um kynfræðslu. Þau ræddu einnig þema næstu Viku6, inntak og áherslur. Hér fyrir neðan má sjá hvað þau vilja helst fá fræðslu um og hvaða skilaboð þau hafa til fullorðinna varðandi kynfræðslu til ungs fólks.

Niðurstöður unglingafundar: Ath. stjörnumerkt box tákna að margir unglingar telja málefnið mikilvægt. Því fleiri stjörnur því mikilvægara að þeirra mati.

Samskipti og sambönd

Fólk er allskonar og sambönd eru allskonar. Það krefst bæði vilja og vinnu beggja aðila að viðhalda heilbrigðu og góðu sambandi.

Hvernig vissuð þið að þið væruð orðin par?

Hvað finnst ykkur skemmtilegast að gera saman?

Hvernig lagið þið ósættið?

Hver er lykilinn að heilbrigðu sambandi?

Ástarhjal (love language)