Ástarsorg

Ástarsorg getur verið ótrúlega sár og við getum jafnvel fundið líkamlegan sársauka þegar við erum í ástarsorg! Alls konar tilfinningar eru eðlilegar, leyfðu þér að finna fyrir erfiðu tilfinningunum en það er líka mikilvægt að dreifa huganum og finna fyrir gleði. Ástarsorg getur haft alls konar birtingarmyndir. Algeng einkenni einstaklings í ástarsorg eru:

  • Þreyta
  • Minnkuð/aukin matarlyst
  • Of mikill/ of lítill svefn
  • Minni áhugi daglegum og/eða skemmtilegum athöfnum
  • Kvíði

Þegar við erum búin að vera í sambandi með manneskju og eyða nánast öllum okkar tíma með henni getur verið ákveðið sjokk fyrir kerfið okkar þegar hún er ekki lengur til staðar. Þá getur verið gott að hitta fólk sem þú treystir, eyða tíma með vinum eða fjölskyldu og gera eitthvað sem gleður þig og lætur þér líða vel. Það er líka nauðsynlegt að tala um hlutina til þess að sitja ekki föst í sársaukanum eða jafnvel skrifa þá niður! Nú er tíminn til að einbeita þér að þér, heila sjálfa/n/t þig og líða vel með þig.

Leyfðu þér að gráta! Ef þú þarft að gráta, leyfðu tárunum þá að koma, oft líður okkur betur eftir á því þá erum við búin að losa um tilfinningar. 

Eina raunverulega lækningin við ástarsorg er tími. Mundu að þó einhver hætti með þér þýðir það ekki að þú sért ómöguleg/ur/t, heldur áttu þið einfaldlega ekki saman. Mundu líka að þetta mun líða hjá og einn daginn mun þér líða betur. 

Gott að gera

  • Hugsaðu vel um þig
  • Gerðu eitthvað sem gleður þig
  • Hverjar eru þínar þarfir?
  • Reyndu aftur þegar þú ert tilbúin/n/ið
  • Fyrirgefðu - bæði þín og hinnar manneskjunnar

Verra að gera

  • Leyfa tilfinningunum að stjórna þér
  • Festast í fortíðinni
  • Afneita þínum þörfum
  • Hoppa strax í nýtt samband