Heilbrigð sambönd

Mikilvægur grunnur að heilbrigðu sambandi er traust. Þegar tvær manneskjur eru í sambandi skiptir máli að vera heiðarlegar, eiga opin samskipti, sýna tillitssemi og virðingu. 

Ekkert samband er fullkomið og öll eigum við bæði góða og slæma tíma en lykilatriði að góðu sambandi eru góð samskipti. Góð samskipti snúast um að hlusta á hvort annað, tala um tilfinningar sínar og þarfir og leysa ágreining í sameiningu. Í góðu sambandi sér fólk bæði um sjálft sig og hvort annað, það þarf að kynnast sjálfum sér betur og finna út hvað þú þarf í sambandinu. Það þarf líka að skilja manneskjuna sem þú ert í sambandi með, hugsanir hennar og vonir. Hvað er hennar ástartungumál?

Náið samband er viðvarandi verkefni sem þarf að fylgjast vel með og hvernig báðum manneskjum í sambandinu líður. Það er aðeins hægt með því að eiga samskipti, bæði segja frá, tala og hlusta. Það getur líka verið gott að athuga hvernig þér líður í sambandinu. 

Til dæmis getur þú hugsað hvaða þrjú af eftirfarandi orðum lýsa best sambandinu: 

  • Heiðarleiki
  • Húmor
  • Nánd
  • Ásakanir
  • Samræður
  • Kynlíf
  • Tortryggni
  • Afbrýðissemi
  • Kærleikur
  • Stjórnsemi
  • Jafnvægi
  • Öryggi
  • Átök
  • Reiði
  • Sorg
  • Gleði
  • Óöryggi
  • Áhyggjur
  • Lygar
  • Svik
  • Samskipti

Ef mörg neikvæð orð passa við sambandið þitt þá er sambandið líklega ekki heilbrigt og þá er tilvalið fyrir þig að ræða við einhvern fullorðinn sem þú treystir og fá aðstoð. Þú getur einnig fengið aðstoð á https://sjukast.is/sjuktspjall/ (opið mán., þri. og mið. kl. 20:00-22:00) eða https://www.112.is/ (netspjall alltaf opið).