Uppbygging íbúða í Grafarvogi

Uppbygging húsnæðis - Grafarvogur

Grafarvogur er þriðji fjölmennasti borgarhluti Reykjavíkur og þar eru miklar framkvæmdir í gangi.  Mest hefur verið byggt í Bryggjuhverfinu, Gufunes og á Ártúnshöfða.  

Þróunar- og framtíðarsvæði verða m.a. við Korpu og í Keldnalandinu og fleiri tækifæri gætu opnast við gerð hverfisskipulags. Þá er átaksverkefni hafið um þróun lítilla og meðalstórra úthverfalóða. Fyrsti áfangi Borgarlínu verður með endastöð á Ártúnshöfða. 

Húsnæðisátak

Markmiðið með húsnæðisátaki í grónum hverfum borgarinnar er að vinna hratt og vel við að deiliskipuleggja og úthluta byggingarhæfum íbúðalóðum til að mæta þörf á húsnæðismarkaði. Lögð er áhersla á að uppbyggingin taki mið af anda og aðstæðum á hverjum stað.

 

Borgarstjóri setti í byrjun árs 2024 af stað verkefnishóp um húsnæðismál. Meðal áherslna er að skoða möguleika á þróun á litlum og meðalstórum lóðum í úthverfum. Byrjað var á því að skoða Grafarvog en með þessum breytingum fá fleiri tækifæri til að búa í þessu gróna hverfi.

 

Reykjavíkurborg  hefur á síðastliðnum árum unnið markvisst að því að vakta þróun uppbyggingar til að mæta þörf á húsnæðismarkaði á grundvelli húsnæðisáætlana, markmiða Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 og með gerð hverfisskipulags fyrir gróin hverfi borgarinnar. 

Fannafold Húsnæðisátak

Hverfisskipulag

Vinna við hverfisskipulag fyrir Grafarvog er ekki hafin en gert er ráð fyrir að hún hefjist á árinu 2024.

 

Upplýsingum verður miðlað á vefsíðu hverfisskipulagsins um gang vinnunnar og þær skipulagstillögur sem unnið er með.

 

Þátttaka íbúa er lykilatriði í skipulagsvinnunni og eru þeir hvattir til að fylgjast með tilkynningum og taka þátt í samráðsferli hverfisskipulagsins þegar þar að kemur.

Reykjavík loftmynd 2023. Ljósmynd Ragnar Th. Sigurðsson

Það er gott að búa hér

Grafarvogur er fjölskylduvænt og gróðursælt hverfi í Reykjavík sem býður upp á frábæra aðstöðu fyrir íbúa. Með fallegu útsýni yfir voginn, fjölbreyttum gönguleiðum og fjölmörgum leikvöllum er það fullkominn staður fyrir útivist og samveru. Íbúar njóta nálægðar við skóla, íþróttamiðstöðvar og verslanir, sem gerir daglegt líf þægilegt og þægilega nálægt allri helstu þjónustu.

Samgöngur í hverfinu

Samgöngur eru góðar í Grafarvogi, með reglulegum strætósamgöngum og greiðan aðgang að helstu stofnbrautum borgarinnar. Hverfið er fjölbreytt með blöndu af fjölbýli og einbýlishúsum, sem skapar góðan samfélagsanda þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Grafarvogur er einstakur staður þar sem hægt er að njóta bæði rólegheitanna og fjölbreyttrar afþreyingar.

 

 

Hvar fæ ég frekar upplýsingar?

Athafnaborgin

Skráðu þig á póstlista Athafnaborgarinnar
Blómlegt athafnalíf og tækifæri í Reykjavík

 

Atvinnu- og borgarþróunarteymi
Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
Ráðhús Reykjavíkur
Reykjavíkurborg

Viltu vita meira eða ertu með athugasemd? Sendu tölvupóst á athafnaborgin@reykjavik.is