Fréttasafn

Handhafar Fjöruverðlaunanna 2017 ásamt Degi B. Eggertssyni í Höfða í dag. F.v. Steinunn G. Helgadóttir sem hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Raddir úr húsi loftskeytamannsins, Linda Ólafsdóttir og Margrét Tryggvadóttir sem hlutu verðlaun fyrir barnabókina Íslandsbók barnanna í flokki barnabókmennta og Steinunn Sigurðardóttir sem hlaut verðlaun í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis fyrir bókina Heiða - fjalldalabóndinn.
19.01.2017
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða 19. janúar 2017. Þetta er í ellefta sinn sem verðlaunin eru veitt og í þriðja sinn síðan Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna. 
18.01.2017
Sýning á myndskreytingum í 33 bókum sem komu út á árinu 2016 verður opnuð í Gerðubergi sunnudaginn 22. janúar. 
Verðlaunahafar ársins 2015.
17.01.2017
Velferðarráð óskar  eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna 2016 fyrir eftirtektarverða alúð, þróun og/eða nýbreytni í velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar
17.01.2017
Þriðjudaginn 17. janúar verður opinn fundur um tillögu ungmennaráðs Árbæjar og Grafarholts varðandi uppbyggingu útivistarsvæðis við Rauðavatn. Fundurinn verður í frístundamiðstöðinni Árseli kl. 20:00. Frummælandi tillögu ungmennaráðs, Sindri Smárason, mun segja frá tillögunni. Markmiðið með fundinum er að skapa umræður um uppbygginguna á svæðinu auk þess að setja niður hugmyndir að skipulagi svæðisins. Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar var falið að vinna með tillögu ungmennaráðsins...
Viðey og Esjan
17.01.2017
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir fundaröðinni Borgin - heimkynni okkar,  um þróun og mótun borgarinnar.  Fyrsti fundur vorannar er á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 17. janúar kl. 20 og fjallað verður  um útivist í borginni.
Myndin sýnir uppbyggingu í Einholti og Þverholti á vegum Búseta.
16.01.2017
Borgarráð ákvað á fundi sínum 12. janúar sl. að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt 10. grein laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu, mynd BEB
16.01.2017
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, 16. janúar kl. 8 en miðstöðin hefur verið starfrækt í Aðalstræti 2 frá árinu 2002. 
16.01.2017
Auglýst er eftir tilnefningum til verðlauna fyrir grunnskólastarf í samræmi við stefnu um skóla án aðgreiningar. Stofnað var til verðlaunanna í minningu Arthurs Morthens. 
13.01.2017
Finnski menntafræðingurinn Pasi Sahlberg fundaði með stjórnendum í skóla- og frístundastarfi borgarinnar í Ráðhúsinu í dag.   
Rauðu deplarnir tákna tré sem fella þarf.
13.01.2017
Á tilteknu flugöryggissvæði yfir Öskjuhlíð þarf að fella hæstu trén. Trén verða felld á næstu vikum en nýr trjágróður verði gróðursettur í stað trjánna sem felld verða. Trjástofnarnir verða notaðir í byggingu hofs Ásatrúarsafnaðarins.