Fréttasafn

Göngur í Viðey henta öllum aldurshópum.
22.06.2017
Sunnudaginn 25. júní kl. 13:15 leiðir Anna Rósa grasalæknir göngu um Viðey þar sem algengar lækningajurtir verða skoðaðar, fjallað verður um áhrifamátt þeirra og leiðbeint með tínslu og þurrkun.
Döggin hefur kyngikraft.
22.06.2017
Í tilefni Jónsmessunætur mun Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á skemmtilega menningar- og náttúrugöngu. Það verður lagt af stað frá Árbæjarsafni föstudaginn 23. júní kl. 22:30.
Ráðhús Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að styrkja söfnun vegna hamfaranna á Grænlandi um fjórar milljónir. Mynd: Reykjavíkurborg.
22.06.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu borgarstjóra að veita landssöfnun Hjálparstarfs Kirkjunnar og Grænlandsvina fjögurra milljóna króna styrk vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi 18. júní sl.
Hilmar Ágústsson forstjóri Skugga 4 og Dagur B. Eggertsson innsigla undirritaðan samning með handaband á reitnum í dag. Mynd: Reykjavíkurborg
22.06.2017
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Hilmar Ágústsson, forstjóri byggingarfélagsins Skugga 4, undirrituðu í dag samkomulag um uppbyggingu á  Útvarpsreitnum í Efstaleiti.
21.06.2017
Fyrstu friðarfulltrúar Íslands, tíu og tólf ára nemendur úr grunnskólum í Reykjavík, útskrifast við  hátíðlega athöfn í Höfða föstudaginn 23. júní nk. kl. 10.
Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu samkomulagið. Mynd: Reykjavíkurborg.
21.06.2017
Reykjavíkurborg hefur gert samkomulag við Bandalag íslenskra skáta (BÍS) varðandi World Scout Moot sem haldið verður á Íslandi nú í sumar. Er það langstærsti viðburður sem íslenska skátahreyfingin hefur tekið að sér.
21.06.2017
96% foreldra leikskólabarna í borginni eru ánægðir með leikskólann sem barnið þeirra er í. 
21.06.2017
Aðalbjörg Ingadóttir hefur verið ráðin skólastjóri í Fossvogsskóla og leysir hún af hólmi Óskar Sigurð Einarsson sem lætur af störfum eftir áratugastarf í þágu reykvískra barna. 
21.06.2017
Elstu börnin í leikskólanum í Klettaborg fóru á dögunum í menningarferð í miðborgina, en þau eru um það bil að ljúka sinni leikskólagöngu. 
Reykjavíkurborg - flug.
20.06.2017
Fimmtudagskvöldið 22. júní mun Jón Páll Björnsson sérfræðingur hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur leiða kvöldgöngu um hafnarsvæðið og fjalla um upphaf flugs á Íslandi.