Fréttasafn

Nýja skólphreinsistöðin á Kjalarnesi
23.11.2017
Ný skólphreinsistöð á Kjalarnesi var tekin í notkun í dag. Með því hefur allt þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu verið tengt við hreinsistöðvar og lokið því risavaxna uppbyggingarverkefni sem hófst árið 1995 í fráveitu höfuðborgarinnar og hreinsun strandlengjunnar.   
Borgarstjóri ávarpar nemendur í Fjölbraut í Breiðholti.
23.11.2017
Dagur borgarstjóri heimsækir í dag ýmsar stofnanir í Breiðholti og í kvöld kl. 20.00 verður opinn íbúafundur í Gerðubergi. 
Hreinn Friðfinnsson, Composition, 2016.
23.11.2017
Efnisheimurinn er viðfangsefni nokkurra valinna verka úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Náttúrufyrirbæri, manngerðir hlutir og ýmisskonar efni liggja til grundvallar með tilliti til eiginleika, eðlis, merkingar og gildis.
Mynd
23.11.2017
Hverfisráð Miðborgar auglýsir hér eftir áhugasömum einstaklingum, stofnunum og félagasamtökum til að sækja um í sjóð ráðsins, en Hverfisráðið mun úthluta að hámarki 180.000 kr. en umsóknum skal skilað fyrir 10. desember 2017 í rafrænu formi til Harðar sem er verkefnastjóri í Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða á netfangið hordurhg@reykjavik.is
Skýjabakki yfir Esjunni. Mynd: Reykjavíkurborg.
23.11.2017
Félagasamtökum sem tengjast loftslagsmálum er boðið að vera með kynningar endurgjaldslaust á loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
23.11.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heldur íbúafund um málefni Breiðholts fimmtudaginn 23. nóvember í Gerðubergi klukkan 20.
Börn við laufabrauðsútskurð.
22.11.2017
Það er komið að okkar árlega og vinsæla viðburði laufabrauðsgerð í Viðey. Sunnudaginn 26. nóvember  kl. 13:30 mun Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, kenna gestum kúnstina að skera út laufabrauð.
Guðlaug Sturlaugsdóttir
22.11.2017
Guðlaug Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Árbæjarskóla.
Við Tjörnina
22.11.2017
Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar auglýsti stöðu skrifstofustjóra menningarmála lausa til umsóknar þann 3. nóvember sl. Umsóknarfrestur var til og með 19. nóvember.
Ilmur Kristjánsdóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir.
22.11.2017
Borgarstjórn samþykkti í gær að Elín Oddný Sigurðardóttir frá Vinstri grænum taki við formennsku í velferðarráði.