Fréttasafn

Reykjavík tekur þátt í menningarhátíð Barcelonaborgar, Le Mercé í ár.
22.09.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ávarpar gesti menningarhátíðarinnar La Mercé við setningarathöfn hennar í Barcelona í kvöld, í boði Ödu Colau Ballano borgarstjóra.  Íslenskir listamenn munu setja svip sinn á hátíðina því Reykjavík er gestaborg La Mercé í ár.
Fatlað fólk í Austurstræti.
22.09.2017
Velferðarráð hefur sent áskorun á Alþingi um að lögfesta NPA þjónustu (notendastýrða persónulega aðstoð).
Skjólveggir við sjósundsaðstöðuna á Kjalarnesi.
22.09.2017
Veitur vinna nú að gangsetningu og prófunum á skólphreinsistöðinni á Kjalarnesi.
Stelpur rokka! námskeiðin eru vinsæl
21.09.2017
 Borgarráð hefur samþykkt að endurnýja samstarfssamning Reykjavíkurborgar við félagasamtökin Stelpur rokka! Stelpur rokka! eru sjálfboðaliðasamtök sem starfa eftir femínískri hugsjón til að efla ungar stelpur og trans krakka í gegnum tónlistarsköpun. 
Alls konar hugmyndir eiga heima á Sköpunartorgi
21.09.2017
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að Reykjavíkurborg taki til reynslu að bjóða upp á tilraunasvæði á vef borgarinnar, www.reykjavik.is, svo kallað Sköpunartorg. Um er að ræða framsækið lýðræðisverkefni þar sem tilraunasvæðið nýtist fyrir samráð og fjármögnun ýmissa verkefna.
Frítt í strætó
21.09.2017
Frítt í strætó föstudaginn 22. september í tilefni af evrópskri samgönguviku 2017. Allir Evrópubúar eru hvattir til að sinna erindum sínum án þess að nota einkabílinn. 
Borgarstjórn Reykjavíkur
19.09.2017
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23, eða sá lágmarksfjöldi fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. 
Spínat
19.09.2017
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað Azor spínat frá Spáni vegna gruns um aðskotahlut.   
Strönd
19.09.2017
Niðurstöður mælinga úr sýnatöku við sjósundsstaðinn á Kjalarnesi þann 13. september sl., sem bárust eftirlitinu 18. september, voru undir viðmiðunarmörkum, einnig þær sem bárust 20. september.
Börn og hjúkrunarfólk í spænsku veikinni í Reykjavík. Myndin er sennilega tekin í Barnaskólanum sem var breytt í bráðabirgðasjúk
19.09.2017
 Á næsta ári eru 100 ár liðin frá því að spænska veikin lagði mörg hundruð manns að velli í Reykjavík og nágrenni. Um var að ræða afar skæðan inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn á árunum 1918-1919.Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra að sett verði í gang hugmyndavinna um það hvernig minnast skuli tímamótanna og þeirra sem létust í þessum skæða faraldri.