Fréttasafn

Laugavegur fyrir ofan Hlemm. Skipulagssvæðið sem samkeppnin tekur til afmarkast m.a. af Nóatúni til vesturs og Skipholti og Brautarholti til austurs.
24.02.2017
Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands auglýsa nú eftir þátttakendum fyrir forval lokaðrar hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag svæðis við Laugaveg/Skipholt. Frestur til að sækja um í forvalið er til 6.mars.
24.02.2017
Fullt var út úr dyrum á fundi borgarstjóra um fyrirhugaða uppbyggingu í Breiðholti. Fundinum sem haldinn var í gærkvöldi í Gerðubergi var einnig streymt á Facebooksíðu Reykjavíkurborgar og horfðu margir á hann þar.
Mynd af Esjunni.
24.02.2017
Í næstu viku fá allir Reykvíkingar 75 ára og eldri heimsendan bækling um þjónustu við eldri borgara í Reykjavík.  Bæklinginn er einnig hægt að nálgast rafrænt á vef borgarinnar.
24.02.2017
Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs.
24.02.2017
Í morgun skiptust íslenskir og breskir skipverjar á skipsbjöllum, en þeir tóku allir þátt í þorskastríðunum.
Ráðhús Reykjavíkur.
24.02.2017
Fluttar hafa verið fréttir af því að Jón Gunnarsson samgönguráðherra hafi gefið þær yfirlýsingar úr ræðustól Alþingis í gær að ekki hafi náðst samkomulag við skipulagsyfirvöld í Reykjavík um mislæg gatnamót á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar en að í samgönguáætlun væri reiknað með því að leggja þar mislæg gatnamót. Borgin standi þannig í vegi fyrir mikilvægum umbótum á sviði samgöngumála. Af þessu tilefni vill Reykjavíkurborg koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:
24.02.2017
Vegna veðurútlits eru foreldrar hvattir til að sækja börn sín, yngri en 12 ára, í lok skóla eða frístundastarfs í dag.    
23.02.2017
Óskað er eftir tilnefningum til aðgengisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2017. Tilnefna má einstaklinga, hópa, félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um gott aðgengi fatlaðs fólks í Reykjavík.
23.02.2017
Fjölmenni var á kynningarfundi um Elliðaárvog og Ártúnshöfða sem haldinn var 22. febrúar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.  Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfið verður að fullu endurgert í anda þess rammaskipulags sem nú liggur fyrir. 
23.02.2017
Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýjum íbúðakjarna við Austurbrún 6a. Kjarninn er annar af tveimur sem nú verður ráðist í að byggja.