Fréttasafn

Ráðhús Reykjavíkur
25.03.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sendi í gær kveðju til Sadiq Khan, borgarstjóra í London. Þar vottar hann honum samúð vegna voðaverkanna sem áttu sér stað í borginni þann 22. mars sl.
Frá setningu Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar 2017
25.03.2017
Nú stendur yfir Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst það með setningu Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra í morgun. Þingið er nú haldið í fjórða sinn og 150 manns skráðir til þáttöku.
24.03.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undirrituðu í gær samning um áframhaldandi samstarf um rekstur Fab Lab smiðju í Breiðholti.
Borgarsýn 18 tbl
24.03.2017
Í blaðinu er fjallað um þau mál sem efst eru á baugi í málefnum sem snerta umhverfi, uppbyggingu og skipulag borgarinnar og hafa með beinum eða óbeinum hætti áhrif á lífsgæði allra borgarbúa. 
24.03.2017
Hugmyndasöfnun á hverfidmitt.is lýkur á miðnætti í dag, föstudaginn 24. mars.  Í morgun var fjöldi hugmynda kominn yfir 850 og stefnir í að fyrra met í fjölda hugmynda verði slegið en í fyrra skiluðu sér rúmlega 900 hugmyndir.
23.03.2017
Í dag var byrjað að sópa götur og stíga í Reykjavík og er það samkvæmt áætlun um hreinsun. Fjölförnustu leiðirnar verða hreinsaðar fyrst en það eru allar stofnbrautir og tengigötur, sem og helstu göngu- og hjólastígar. Þessar meginleiðir liggja þvert um borgarlandið og njóta því forgangs, en að lokinni hreinsun þeirra verður farið hverfaskipt í húsagötur og þær sópaðar og þvegnar.
23.03.2017
test
Hverfið mitt - skapandi samráð í Breiðholti
23.03.2017
Breiðholtsþing var haldið í Gerðubergi miðvikudagskvöldið 22. mars í tengslum við hugmyndasöfnunina Hverfið mitt 2017. Stuttar kynningar voru haldnar um skapandi hugsun og fyrirkomulag verkefnisins útskýrt fyrir fundargestum. Því sem næst var unnið eftir aðferðafræði skapandi samráðs, en það felur í sér að fundargestir skoðuðu stór líkön af Breiðholtinu og áttu út frá því umræður um hugmyndir sem þeir telja að geti nýst hverfinu og íbúum þess. Hugmyndir voru síðan merktar með sérstökum spjöldum...
22.03.2017
Skóla- og frístundaráð skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að kveða skýrt á um að einkunnir úr samræmdum prófum í 9. bekk skuli ekki nýttar í þeim tilgangi að velja nemendur inn í framhaldsskóla.