Opið hús um húsnæðisátak í Grafarvogi

Skipulagsmál Umhverfi

Tölvugerð mynd úr hugmyndavinnu Rintala Eggertsson Architects fyrir Breiðuvík í Grafarvogi.
Teikning af húsi, götum og trjám.

Opið hús um húsnæðisátak í Grafarvogi verður í Borgarbókasafninu Spönginni fimmtudaginn 26. september klukkan 17-19. Öll velkomin til að kynna sér málið, en hugmyndunum verður stillt upp á standa til sýnis og verður starfsfólk borgarinnar á staðinum til spjalls við íbúa. Sýningin stendur yfir til mánudagsins 7. október.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri setti í byrjun árs 2024 af stað verkefnishóp um húsnæðismál. Meðal áherslna er að skoða möguleika á þróun á litlum og meðalstórum lóðum í úthverfum. Byrjað var á því að skoða Grafarvog en með þessum breytingum fá fleiri tækifæri til að búa í þessu gróna hverfi.

Frumtillögur að íbúðalóðum fyrir Grafarvog liggja nú fyrir en leiðarljós verkefnisins er að ný byggð falli vel að núverandi byggðarlandslagi og auki aðgengi að grænum svæðum í hverfinu. Sem hluti af breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna húsnæðisátaks í Grafarvogi boðar umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar til opins húss þar sem tillögur tengdar átakinu verða til sýnis.

teikning af skipulagsferli

Verklýsing aðalskipulagsbreytinganna er nú í kynningu en hægt er að nálgast gögnin í gátt Skipulagsstofnunar. Þar er hægt að skila inn formlegum athugasemdum, ábendingum og umsögnum til 15. október næstkomandi.