„Ekki eðlilega gaman í Vinnuskólanum“

Garðyrkja Umhverfi

Vinnuskólinn

19. júlí er hátíðardagur í Vinnuskóla Reykjavíkur á Klambratúni, við Langholtsskóla og í Gufunesi eftir aðra lotu sumarsins í þessari vinnu. Unglingarnir njóta dagsins í leikjum og við grillið ásamt leiðbeinendum sínum. 

Salvör og Ásta Rún voru að ljúka fótboltaleik á Klambratúni þegar við hittum þær. Unnu leikinn 4-1 og Ásta skoraði tvö mörk. "Það er ekki eðliega gaman í Vinnuskólanum,“ segja þær. „Þetta er skemmtileg vinna og við lærum margt varðandi garðyrkju."

Þær nefna einnig að þær hefðu fengið góða kynningu um hvernig gott sé að ávaxta launin sín og hvernig skattkerfið virkar. 

Anna og Mist Þrastardætur leiðbeinendur voru að fylgjast með fótboltaleiknum. Anna er leiðbeinandi í Melaskóla og Mist í Grandaskóla. „Þetta er skemmtilegt starf, krefjandi en gefandi," segja þær og að mikilvægt sé að vera góð fyrirmynd. Þær kynnast líka fjölbreytileika mannlífsins, alls konar týpum, skemmtilegum og góðum. 

Næsta lota í Vinnuskólanum hefst 23. júlí.