VoR-teymi
Vettvangs- og ráðgjafateymi (VoR) aðstoðar fólk sem er heimilislaust og með vímuefnavanda og geðvanda. Teymið veitir einstaklingsmiðaða ráðgjöf og stuðning á vettvangi.
Hvernig fæ ég þjónustu VoR-teymis?
VoR-teymið tekur við beiðnum um þjónustu frá ýmsum aðilum, til dæmis frá ráðgjöfum á þjónustumiðstöðvum velferðarsviðs, Fangelsismálastofnun, Frú Ragnheiði o.fl. Ekki er sótt um þjónustuna beint til teymisins.
Hvaða þjónusta er í boði?
VoR-teymið starfar meðal annars með fólki í neyðarskýlum, smáhúsum og í íbúðakjörnum. Það á líka samstarf við ráðgjafa á þjónustumiðstöðvum velferðarsviðs og bregst við aðstæðum þegar á þarf að halda. Teymið veitir einnig ákveðnum hópi fólks í sjálfstæðri búsetu stuðning og ráðgjöf í anda hugmyndafræðinnar um Húsnæði fyrst.
Hvar fæ ég frekari upplýsingar?
- Vaktsími VoR-teymisins er 665 7600. Vaktsíminn er fyrst og fremst ætlaður notendum til að óska eftir þjónustu. Ekki eru gefnar upplýsingar um einstaka mál.
- Einnig má fá upplýsingar um þjónustu teymisins á þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða í síma 411 1600, netfang vmh@reykjavik.is eða vor.teymid@reykjavik.is.