Neyðarskýli

Í Reykjavík eru þrjú neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Þau eru opin alla daga frá kl. 17:00 til kl. 10:00 næsta dag. Boðið er upp á kvöldverð og morgunmat auk stuðnings og þjónustu frá VoR-teymi og starfsfólki neyðarskýlanna. Ákveðinn fjöldi gistiplássa er í hverju neyðarskýli.