Tungumálaver

mynd af grænni borg

Tungumálaver er fagskrifstofa sem sér um kennslu í norsku, sænsku og pólsku. Tungumálaver er rekið af Reykjavíkurborg en býður einnig upp á þjónustu fyrir önnur sveitarfélög. Í Tungumálaveri er boðið upp á fjarnám, staðkennslu og ráðgjöf fyrir skóla um allt land ásamt fjar- og staðkennslu í pólsku fyrir grunnskóla Reykjavíkurborgar. Í Tungumálaveri er unnið eftir Aðalnámskrá grunnskóla, almennum hluta og kafla 20. Pólska er kennd samkvæmt pólskri námskrá fyrir nemendur sem stunda nám erlendis en einnig er farið eftir Aðalnámskrá grunnskóla.

""

Sænska

Allt um sænskukennsku í Tungumálaveri

""

Pólska

Allt um pólskukennslu í Tungumálaveri

""

Norska

Allt um norskukennslu í Tungumálaveri

Forsendur náms

Undurstöðukunnáttu er krafist af nemendum í norsku, sænsku eða pólsku ef hefja skal nám í Tungumálaveri. 

Spurt og svarað um Tungumálaver

Hér getur þú fundið svör við spurningum á borð við: Hvaða nemendur geta lært sænsku, norsku eða pólsku í stað dönsku?

Skráning

Viltu skrá nemanda í pólsku, sænsku eða norsku? Einungis skólar geta skráð nemendur í nám í Tungumálaveri. Á skráningarsíðu Tungumálavers eru leiðbeiningar fyrir starfsmenn skóla um allt land. 

Gjaldskrá

Tungumálaver er á vegum Reykjavíkurborgar og er ókeypis fyrir grunnskóla Reykjavíkurborgar. Sjálfstætt starfandi grunnskólar og önnur sveitarfélög kaupa þjónustuna af Reykjavíkurborg samkvæmt gjaldskrá sem er uppfærð árlega. Sama verð er fyrir fjarnám og staðnám. Kennsluráðgjöf  á ódýrari þar sem skólarnir sjá sjálfir bæði um kennslu og námsmat. 

Skipulag náms í Tungumálaveri

Skyldumæting er í alla tíma þó kennslan fari fram að hefðbundinni kennslu lokinni. Í fjarnámi telst það til mætingar að nemandi skrái sig inn og vinni verkefnin í hverri viku. Ætlast er til að nemendur vinni jafn mikið með efnið og samnemendur þeirra vinna með dönsku.

Hvar er Tungumálaver staðsett?

Frá áramótum 2023 hefur Tungumálaver heyrt undir Hvassaleitisskóla og er skrifstofan því staðsett í Hvassaleitisskóla. Starfsemin fer hinsvegar fram víðsvegar á Höfuðborgarsvæðinu ásamt því að vera í fjarkennslu fyrir valda bekki. Í Tungumálaveri starfa færir kennarar í tungumálunum þremur og verkefnastjórar fyrir hvert þeirra.

Teikning af kennara fyrir framan töfluna í kennslustofu.