Skipulag náms í Tungumálaveri

Hluti náms í Tungumálaveri fer fram eftir hefðbundinn skólatíma vegna þess að nemendur koma úr mörgum skólum, en auk þess  stunda nemendur sitt nám í heimaskólanum á meðan bekkjarfélagar þeirra eru í dönsku. Þar sem nemendur hittast aðeins einu sinni í viku eða sjaldnar, leggur kennari fyrir verkefni sem nemendur vinna að í dönskutímum og/eða heima. Þannig er reynt að uppfylla þær tímakröfur sem grunnskólalög gera ráð fyrir. 

Ástundun

Skyldumæting er í alla tíma þó kennslan fari fram að hefðbundinni kennslu lokinni. Í fjarnámi telst það til mætingar að nemandi skrái sig inn og vinni verkefnin í hverri viku. Tilkynna skal veikindi og leyfi til kennarans samdægurs. Auk þess er mikilvægt að forsjáraðilar og/eða skóli láti kennara vita ef upp koma sérstakir atburðir eða aðstæður sem hafa áhrif á getu nemandans til þátttöku í kennslunni.

Teikning af konu að vinna við tölvu.

Námsframboð og kennsluhættir

Staðnám í norsku, pólsku og sænsku er fyrir nemendur á höfuðborgarsvæðinu. Þessi kennsla er fyrir nemendur í þeim bekk þar sem skólinn byrjar með dönskukennslu sem oftast hefst í 7. bekk. Staðkennsla fer fram á mismunandi stöðum og dögum. Nemendunum er raðað í hópa eftir búsetu en ef kennslutíminn stangast á við æfingar þeirra eða annað slíkt geta foreldrar haft samband við verkefnastjóra viðkomandi tungumáls og beðið um að skipta um hóp. Fjarnám er ætlað nemendum í 9. og 10. bekk.

6. bekkur á höfuðborgarsvæðinu

  • Nemendur í 6. bekk hittast einu sinni í mánuði eftir hefðbundinn skólatíma, tvo tíma í senn eða eina kennslustund aðra hverja viku. 

7. og 8. bekkur á höfuðborgarsvæðinu

  • Staðbundin kennsla er í boði fyrir nemendur í 7. og 8. bekk á höfuðborgarsvæðinu. Staðbundin kennsla fer fram í mismunandi skólum og á mismunandi tímum. Verkefnastjóri hvers námsgreinar/tungumáls upplýsir nemendur um stað- og tímasetningu á hverri önn. Nemendur í 7. og 8. bekk mæta einu sinni í viku eftir hefðbundinn skólatíma, tvo kennslustundir  í senn.

7. og 8. bekkur utan höfuðborgarsvæðis

  • Tungumálaver býður upp á ráðgjöf í norsku- og sænskukennslu fyrir skóla utan höfuðborgarsvæðis sem búa yfir kennurum sem séð geta um kennslu. Að öðrum kosti er boðið upp á fjarkennslu. 
  • Engin pólskukennsla er í boði fyrir nemendur í 7. og 8. bekk utan höfuðborgarsvæðis. 

9. og 10. bekkur

  • Fyrir nemendur í 9. og 10. bekk fer námið alfarið fram á netinu á hefðbundnum skólatíma að undanskildnum bekkjarfundum sem kennarar geta boðað til. Slíkir fundir fara fram eftir venjulegan skólatíma í gegnum Google Meet (eða sambærilegan samskiptavettvang) . 

Vinnuálag

Ætlast er til að nemendur vinni jafn mikið með efnið og samnemendur þeirra vinna með dönsku. Þar sem það er mismunandi eftir skólum hvernig tímarnir dreifast á milli bekkja er gert ráð fyrir að nemendur í Tungumálaveri þurfi að vinna með viðfangsefnið í

  • 80- 120 mínútur í hverri viku í 7. og 8. bekk
  • 120-160  mínútur í hverri viku í  9. og 10.bekk

Skyldunám eða valgrein?

Nemendur getur valið að taka norsku/sænsku  í staðinn fyrir dönsku, en það er ekki valgrein heldur skyldunám. Ef þú tekur ekki dönsku, verður þú að taka norsku eða sænsku og öfugt. Nemendur stunda sitt nám í heimaskólanum á meðan bekkjarfélagar þeirra eru í dönsku. 

Pólska er  valgrein en  þar sem nám í pólsku veitir þeim undanþágu frá dönskukennslu, vinna flestir nemendur að verkefnum sínum þegar danska er á stundatöflunni.

Samvinna heimilis, skóla og Tungumálavers

Vinnum saman: nemandi

  • les, talar og hlustar reglulega á markmálið 
  • mætir í allar kennslustundir, vinnur heima í hverri viku, skilar verkefnum á réttum tíma
  • man að hann getur unnið í öllum dönskutímum
  • tekur þátt í tímum eða verkefnum í netnámi
  • fylgist með upplýsingum á vefsvæðinu

Vinnum saman: foreldrar og forsjáraðilar

  • tala markmálið heima – stundum/alltaf
  • veita aðgang að sjónvarpi, bókum 
  • upplýsir um sérþarfir nemenda
  • minna heimaskólann á að nemendur geti nýtt dönskutíma til náms
  • senda kennaranum skilaboð ef nemandi getur ekki mætt eða ef hann hefur fengið leyfi

Vinnum saman: kennari

  • fylgir þeirri námskrá sem í gildi er
  • útbýr og velur námsefni eftir hæfni og þörfum 
  • veitir foreldrum og nemendum upplýsingar um það sem varðar kennsluna
  • veitir heimaskóla upplýsingar um fjarvistir, námsmat og námsframvindu
  • kennir og leiðbeinir nemendum í tímum, í síma , í tölvupósti
  • fylgist með í faginu og því sem efst er á baugi í Noregi, Svíþjóð, Póllandi

Vinnum saman: skólinn

  • skráir nemendur
  • sér nemendum fyrir starfsaðstöðu og aðgang að tölvu á skólatíma
  • fylgir eftir ábendingum netkennara 
  • upplýsir um sérþarfir nemenda
  • skráir einkunnir á einkunnaspjald