Norskukennsla

Teikning af tveimur krökkum að lesa bækur.

Norskukennslan fer fram einu sinni  í viku í staðbundnu námi. Staðbundið nám er fyrir nemendur í 7. og 8. bekk á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning og tímasetningar breytast  frá ári til árs allt eftir búsetu og nemendafjölda. Netnám í norsku er fyrir nemendur í 9. og 10. bekk um allt land.

Staðnám

Norskukennslan fer fram einu sinni  í viku í staðbundnu námi. Staðbundið nám er fyrir nemendur í 7. og 8. bekk á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning og tímasetningar breytast  frá ári til árs allt eftir búsetu og nemendafjölda. Kennslutíminn er alltaf 80 mínútur og er reiknað með að nemendurnir þurfi jafnframt að sinna heimanámi.

Þar sem þetta er staðbundið nám er mætingarskylda. Ef nemandinn kemst ekki vegna veikinda þurfa foreldrar/ forráðamenn láta vita samdægurs.

Fjarkennsla

Fjarnám í norsku er fyrir nemendur í 9. og 10. bekk um allt land. Námið fer fram í gegnum kennslusvefinn Gskólar. Nemendur í fjarnámi þurfa að skila og leysa verkefni í hverri viku.

Námsmat

Allir nemendur þurfa að geta tjáð sig á blaði, tekið þátt í samræðum á sameiginlegum spjallsvæðum þar sem skrifað er á norsku. Þeir þurfa að hlusta á viðtöl við fólk um efni sem stundum er erfitt og geta skrifað eigin hugleiðingar um það ásamt því að setja viðtalið í stærra  samhengi. Þeir þurfa líka að senda inn hljóðupptökur þar sem þeir eru sjálfir að tala á norsku.

Nemendur þurfa að gera ráð fyrir að verja um 150 mínútum á viku í að leysa verkefni í norsku. Námið í norsku er skólaskylda og ef nemandinn ,,mætir ekki“ í netnámið sitt (sýnir virkni, leysir verkefni) er það talið vera skróp og heimaskólinn verður látinn vita. 

Námið miðar að því að nemendur læri að bera ábyrgð á eigin námi.

Hafa samband

Nánari upplýsingar veita Barbro Lundberg, verkefnastjóri norskukennslu