Pólskukennsla
Pólsku nám er valkostur fyrir grunnskólanema sem vilja viðhalda móðurmáls kunnáttu. Námið getur verið forsenda að nemandinn fær undaþágu úr dönsku. Pólsku kennslan fer fram einu sinni í viku í staðbundnu námi. Staðbundið nám er fyrir nemendur í 6., 7. og 8. bekk á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning og tímasetningar breytast frá ári til árs allt eftir búsetu og nemendafjölda. Fjarnám í pólsku er fyrir nemendur í 9. og 10. bekk á höfuðborgarsvæðinu.
Staðnám
Pólskukennslan fer fram einu sinni í viku í staðbundnu námi. Staðbundið nám er fyrir nemendur í 6.,7. og 8. bekk á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning og tímasetningar breytast frá ári til árs allt eftir búsetu og nemendafjölda. Staðbundin kennsla fer fram klukkan 15:30. Kennslutíminn er alltaf 80 mínútur og er reiknað með að nemendurnir þurfi jafnframt að sinna heimanámi.
Þar sem þetta er staðbundið nám er mætingarskylda. Ef nemandinn kemst ekki vegna veikinda þurfa foreldrar/ forráðamenn láta vita samdægurs.
Hvenær og hvar?
Kennsla fyrir nemendur úr öllum skólum með póstnúmer 109:
- Þriðjudaga kl. 15:30-16:50 í Breiðholtsskóla
Kennsla fyrir nemendur úr öllum öðrum skólum Í Reykjavik:
- Fimmtudaga kl. 15:30 -16:50 í Laugalækjarskóla
Fjarnám
Fjarnám í pólsku er fyrir nemendur í 9. og 10. bekk á höfuðborgarsvæðinu. Námið fer fram í gegnum kennslusíðuna Google Classroom. Nemendur í fjarnámi þurfa að skila og leysa verkefni í hverri viku. Gert er ráð fyrir að nemandinn mun verja um 120 mínútum á viku í að leysa verkefni í pólsku.
Hafa samband
Upplýsingar á pólsku og íslensku veitir Katarzyna Kraciuk, verkefnastjóri pólskukennslu.
Netfang: kakr51@rvkskola.is
Sími: 4117993
Viðtalstímar eru eftir samkomulagi