Tónlistarborgin
Um Tónlistarborgina
Tónlistarborgin Reykjavík beitir sér fyrir því að efla Reykjavík sem tónlistarborg með því að skapa hagstæð skilyrði fyrir gróskumikið tónlistarlíf.
Efst á baugi

Skiptivinnudvöl fyrir tónlistarfólk

Hitakassinn
Saga og markmið
Tónlistarborgin Reykjavík var stofnuð árið 2017 til þess að efla tónlistarlíf í borginni og heyrir undir menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar.
Tónlistarborgin er fjöltengi milli borgar og reykvískrar tónlistarsenu, og er hluti af alþjóðlegu tengslaneti tónlistarborga; Music Cities Network.
Markmið Tónlistarborgarinnar er að skapa hagstæð skilyrði og sterkt stuðningsnet fyrir tónlistartengd verkefni til að blómstra í borginni, auk þess að varpa ljósi á reykvíska tónlistarsenu sem laðar að sér ferðafólk og íbúa.
Innlendi tónlistarbransinn
Tónlistarborgin vinnur náið með innlendum tónlistarbransa, Tónlistarmiðstöð, STEF og Íslandsstofu.
Verkefni Tónlistarborgarinnar eru samstarfsverkefni með aðilum eins og Hörpu, Iceland Airwaves, Barnamenningarhátíð, List fyrir alla, Hinu húsinu og ýmsum reykvískum tónlistarhátíðum.
Stuðningur
Tónlistarborgin styður við ýmis tónlistartengd verkefni í borginni auk þess sem hún er framkvæmdaraðili annarra.
Áhersla er lögð á stuðning við þá þætti innan starfsemi tónlistartengdra verkefna sem er ábótavant eða aðstoða við að tengja verkefnin betur við almenning eða borgarstarfsemi.
Í verkefnum Tónlistarborgarinnar er ávallt lögð áhersla á inngildingu.
Inngilding
Gætt er að því að aðgengi borgarbúa á viðburði Tónlistarborgarinnar sé jafnt, bæði fyrir þátttakendur og neytendur, óháð kyni, uppruna eða fötlun.
Hafa samband
Guðmundur Birgir Halldórsson er verkefnastjóri Tónlistarborgar Reykjavíkur. Þú getur haft samband með því að senda tölvupóst á netfangið guðmundur.birgir.halldorsson@reykjavik.is
Almennar fyrirspurnir má senda á tonlistarborgin@reykjavik.is