Tónlistarborgin - Alþjóðlegt samstarf

 

Alþjóðlegt samstarf

Music Cities Network 

Tónlistarborgin er virkur stjórnarmeðlimur í hinu alþjóðlega tengslaneti tónlistarborga Music Cities Network.

EMBTF 

European Music Business Task Force er verkefni sem Tónlistarborgin kemur að í gegnum alþjóðlega tengslanetið Music Cities Network og í samvinnu við PROMUS í Danmörku.  

Verkefnið miðar að því að þjálfa net ungs evrópsks fagfólks í tónlist á kerfisbundinn hátt með að þróa innsýn, færni og þekkningu til að byggja upp sterkan og sjálfbæran markað í evrópskum tónlistariðnaði. Hópurinn setur upp vinnustöðvar í tengslum við stærstu “showcase” hátíðir Evrópu; Iceland Airwaves, Tallin Music Week, Eurosonic Noorderslag, SPOT Festival og Reeperbahn Festival. 

European Music Policy Exchange

Music Cities Network og The Center for Music Ecosystems gáfu árið 2023 út skýrsluna European Music Policy Exchange, en skýrslan er sú fyrsta sinnar tegundar, handbók um tónlistarstefnugerð ætluð evrópsku borgarskipulagi.

 

Hafa samband

Ása Dýradóttir, verkefnastjóri og tónlistarkona rekur Tónlistarborgina Reykjavík. 

Þú getur haft samband með því að senda tölvupóst á netfangið tonlistarborgin@reykjavik.is