Hljómsveitin Geðbrigði sigraði Músíktilraunir 2025

Hljómsveitin Geðbrigði f.v. Þórhildur Helga Pálsdóttir söngkona, Ásthildur Emma Ingileifardóttir bassaleikari, Agnes Ósk Ægisdóttir gítarleikari, Hraun Sigurgeirs trommuleikari
Hljómsveitin Geðbrigði f.v. Þórhildur Helga Pálsdóttir söngkona, Ásthildur Emma Ingileifardóttir bassaleikari, Agnes Ósk Ægisdóttir gítarleikari, Hraun Sigurgeirs trommuleikari

42 frábær tónlistaratriði tóku þátt í Músíktilraunum 2025. Mikil fjölbreytni var í stefnum og stílum atriðanna og aðsókn á bæði undan- og úrslitakvöld var með eindæmum góð.

Eftir æsispennandi úrslitakvöld þar sem 10 atriði kepptu var niðurstaða dómnefndar og símakosningar tilkynnt. Glæsileg verðlaun voru veitt: hljóðverstímar, spilamennska á tónlistarhátíðum, flug með Icelandair og úttektir í hljóðfæraverslunum svo dæmi séu nefnd. 

Öllum keppendum sem komust í úrslit er svo boðið í Hitakassann; námskeið sem undirbýr ungt fólk fyrir feril í tónlist. Námskeiðið er haldið af Hinu húsinu, Tónlistarmiðstöð og Tónlistarborginni Reykjavík.

Eftirfarandi aðilar hlutu verðlaun á Músíktilraununum í ár og verður spennandi að fylgjast með þessu hæfileikaríka tónlistarfólki í framtíðinni:

  1. sæti: Geðbrigði (á mynd frá vinstri: Þórhildur Helga Pálsdóttir söngkona, Ásthildur Emma Ingileifardóttir bassaleikari, Agnes Ósk Ægisdóttir gítarleikari, Hraun Sigurgeirs trommuleikari)
  2. sæti: j. bear & the cubs
  3. sæti: Big Band Eyþórs

Hljómsveit fólksins: Rown

Einstaklingsverðlaun

Söngvari Músíktilrauna
Þórhildur Helga Pálsdóttir, Geðbrigði

Gítarleikari Músíktilrauna
Ísleifur Jónsson, Sót

Bassaleikari Músíktilrauna
Aliza Kato í Nógu gott og Kyrsa

Hljómborðsleikari Músíktilrauna
Eyþór Alexander Hallsson í Big Bandi Eyþórs

Trommuleikari Músíktilrauna
Þorsteinn Jónsson í Big Bandi Eyþórs

Rafheili Músíktilrauna
Lucas Joshua Snædal Garrison í LucasJoshua

Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku
Geðbrigði

Höfundaverðlaun FTT
j. bear & the cubs