Stuðningsþjónusta | Reykjavíkurborg

Stuðningsþjónusta

Þjónustan er veitt af ýmsum ástæðum til dæmis vegna fötlunar, félagslegra erfiðleika hjá einstaklingi eða fjölskyldum. Stuðningsþjónusta felst í félagslegum stuðningi, það er stuðningi við að rjúfa félagslega einangrun einstaklinga, stuðla að aukinni félagsfærni, aðstoð við að njóta menningar og félagslífs. Stuðningur getur líka verið fyrir þá sem þurfa stuðning við uppeldi og aðbúnað barna meðal annars í formi stuðningsfjölskyldna. 

Hvað felst í stuðningsþjónustu?

Með stuðningsþjónustu er átt við þjónustu á borð við liðsmenn, tilsjónarmenn og persónulega ráðgjafa sem og stuðningsfjölskyldur. Jafnframt er átt við félagslegan stuðning, það er stuðning við að rjúfa félagslega einangrun, stuðla að aukinni félagsfærni og aðstoð við að njóta menningar og félagslífs.

  • Liðsmenn.
  • Tilsjónarmenn og persónulegir ráðgjafar.
  • Stuðningsfjölskyldur.
  • Kvöld- og helgarþjónusta.

Bæklingar:

Nánar um stuðningsþjónustu.

 

Ferill umsóknar/þjónustu

Sótt er um á á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar og miðað er við lögheimili umsækjenda.

Eftirfarandi skilyrði eru sett vegna stuðningsþjónustu:

  • viðkomandi verður að eiga lögheimili í Reykjavík;
  • þjónustan er fyrir 6 ára og eldri (stuðningsfjölskylda er þó undanskilin);
  • viðkomandi verður að búa utan stofnunar;
  • fjölskylda/einstaklingur þarf á stuðningsþjónustu að halda vegna félagslegra aðstæðna sinna samkvæmt faglegu mati félagsráðgjafa á þjónustumiðstöð.

Hvað kostar þjónustan?

Stuðningsþjónusta er ekki gjaldskyld þjónusta.  Notendum ber hins vegar að greiða fyrir sig allan kostnað sem hlýst af stuðningsþjónustu svo sem aðgangseyri vegna kvikmynda- og leiksýninga, strætisvanga- eða rútuferða, veitingakostnað og fleira.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er að koma almennum kvörtunum/ábendingum á framfæri símleiðis eða í móttöku á öllum starfsstöðvum þjónustumiðstöðva. Ef umsækjandi unir ekki niðurstöðu mats getur hann skotið ákvörðuninni til velferðarráðs, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Skal það gert skriflega og ekki síðar en fjórum vikum eftir að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun. Ákvörðun velferðarráðs má skjóta til úrskurðarnefndar félagsþjónustu, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Skal það gert ekki síðar en fjórum vikum frá því að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

7 + 0 =