Náttúra

Það er alltaf stutt í náttúruna í Reykjavík. Hér finnur þú upplýsingar um garða og græn svæði, garðyrkju og matjurtagarða í borginni.

Útivistarsvæði

Græn svæði eru vítt og breitt um borgina, allt frá vel snyrtum og hönnuðum borgargörðum yfir í náttúrulegri útivistarsvæði. Þú velur hvort þú vilt anda að þér frískandi sjávarlofti eða fara í skógarbað. 

Garðyrkja

Að mörgu er að huga við garðyrkjustörf í Reykjavíkurborg. Reyta arfa, sinna trjágróðri og útivistarstígum, planta blómum og í þá örfáu daga sem rignir ekki nóg þarf að draga fram garðkönnurnar.

Teikning af unglingi að vökva blóm.

Matjurtagarðar

Matjurtagarðar fyrir sumarið 2021 verða opnir 1. maí. Íbúar í Reykjavík geta fengið matjurtagarð til afnota. Opnað verður fyrir umsóknir 15. mars 2021. Þú sækir um með því að senda póst á netfangið matjurtagardar@reykjavik.is

Trjáfellingar

Sækja þarf um leyfi til að fella tré sem eru hærri en 8 m eða eldri en 60 ára. Hægt er að sækja um fellingu með tölvupósti til usk@reykjavik.is eða senda umsókn til umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík.

Teikning af tré með nýfallinn snjó og ljósaseríu.

Vinnuskólinn

Meginhlutverk Vinnuskóla Reykjavíkur er að veita nemendum úr efstu bekkjum grunnskóla uppbyggilegt, öruggt og hvetjandi starfsumhverfi á sumrin ásamt því að bjóða þeim upp á fræðslu um umhverfismál. Öllum nemendum sem koma úr 8. 9. og 10. bekkjum grunnskóla Reykjavíkur býðst að koma til starfa í Vinnuskólanum á sumrin. Foreldrar skrá sína unglinga í unglingavinnu Vinnuskólans í gegnum rafrænt skráningarform.

Grasagarðurinn

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni. Grasagarðurinn var stofnaður árið 1961 og er rekinn af Reykjavíkurborg. Hlutverk Grasagarðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka.