Náttúra

Það er alltaf stutt í náttúruna í Reykjavík. Hér finnur þú upplýsingar um garða og græn svæði, garðyrkju og matjurtagarða í borginni.

Útivistarsvæði

Græn svæði eru vítt og breitt um borgina, allt frá vel snyrtum og hönnuðum borgargörðum yfir í náttúrulegri útivistarsvæði. Þú velur hvort þú vilt anda að þér frískandi sjávarlofti eða fara í skógarbað. 

Garðyrkja

Að mörgu er að huga við garðyrkjustörf í Reykjavíkurborg. Reyta arfa, sinna trjágróðri og útivistarstígum, planta blómum og í þá örfáu daga sem rignir ekki nóg þarf að draga fram garðkönnurnar.

Matjurtagarðar

Matjurtagarðar fyrir sumarið 2021 verða opnir 1. maí. Íbúar í Reykjavík geta fengið matjurtagarð til afnota. Opnað verður fyrir umsóknir 15. mars 2021. Þú sækir um með því að senda póst á netfangið matjurtagardar@reykjavik.is

Trjáfellingar

Sækja þarf um leyfi til að fella tré sem eru hærri en 8 m eða eldri en 60 ára. Hægt er að sækja um fellingu með tölvupósti til usk@reykjavik.is eða senda umsókn til umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík.

Vinnuskólinn

Meginhlutverk Vinnuskóla Reykjavíkur er að veita nemendum úr efstu bekkjum grunnskóla uppbyggilegt, öruggt og hvetjandi starfsumhverfi á sumrin ásamt því að bjóða þeim upp á fræðslu um umhverfismál. Öllum nemendum sem koma úr 8. 9. og 10. bekkjum grunnskóla Reykjavíkur býðst að koma til starfa í Vinnuskólanum á sumrin. Foreldrar þeirra þurfa að skrá nemendur til starfa í gegnum Rafræna Reykjavík.