Garðyrkja

Að mörgu er að huga við garðyrkjustörf í Reykjavíkurborg. Reyta arfa, sinna trjágróðri og útivistarstígum, planta blómum og í þá örfáu daga sem rignir ekki nóg þarf að draga fram garðkönnurnar.

Verkbækistöðvar

Þrjár verkbækistöðvar sinna helstu garðyrkjustörfum borgarinnar svo sem að annast viðhald skrúðgarða, trjágróðurs og blómabeða á opnum svæðum.

""

Verkbækistöð I

Fiskislóð 37C
101 Reykjavík

""

Verkbækistöð II

Árbæjarbletti við Rafstöðvarveg
110 Reykjavík

""

Verkbækistöð III

Borgargarðar í Laugardal
Aðkoma frá Sunnuvegi, 104 Reykjavík

Ræktunarstöðin í Fossvogi

Ræktunarstöðin hefur umsjón með ræktun blóma, matjurta og trjágróðurs fyrir útivistarsvæði borgarinnar og Skólagarða Reykjavíkur.

 

Í Ræktunarstöðinni er unnið að því að viðhalda íslenskum kvæmum og ræktunaryrkjum og fjölga sem mest efnivið sem hefur aðlagast íslenskum aðstæðum.

Borgarskógar

Til borgarskóga teljast Austurheiðar, heiðarnar austan byggðarinnar en auk þess Elliðaárdalur og Öskjuhlíð. Starfsmenn útmarka hafa umsjón með ræktun, grisjun og gerð útivistarstíga í útmörkinni og skógræktarsvæðum innan byggðarinnar.

Starfsmenn taka jafnframt þátt í verkefninu Lesið í skóginn sem meðal annars felst í samvinnu við skóla borgarinnar við að koma upp grenndarskógi.

  • Heimilisfang: Hverfastöðin Jafnaseli
  • Yfirverkstjóri: Óskar Baldursson
  • Verkstjóri: Hallgrímur Jón Hallgrímsson
  • Sími: 411 8640