Grasagarður Reykjavíkur
Dagar til að njóta!
.
Grasagarðurinn er í Laugardal
Garðurinn er alltaf opinn
Opnunartími garðskála og lystihúss:
- Sumar: kl. 10-19
- Vetur: kl. 10-15
- Sími: 411 8650
Efst á baugi
Vaxið úr grasi – samband plantna og smádýra – mánudaginn 16. september kl. 12 í Grasagarði Reykjavíkur
Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson leiðir göngu í Grasagarðinum um hið nána samband milli smádýra og gróðurs þar sem hin óvæntustu atriði hafa áhrif, allt frá daglegum rútínum býflugna yfir í tungumál trjáa og tímaskyn skordýra.
Sjá meira
Opnunartími kaffihúss í september
Kaffi Flóra er opin alla daga til 29. september frá klukkan 10-18.
Sjá meira
Loftslagslabbið
Loftslagslabbið er sýning/gönguferð um Grasagarðinn þar sem fjallað er um loftslagsmál út frá safngripum garðsins (plöntunum) og búsvæðum og hlutverki þeirra í að minnka loftslagsvána. Sýningin er styrkt af Loftslagssjóði og stendur til 30. september.
Sjá meira
Langar hópinn þinn að fá leiðsögn um garðinn?
Tekið er á móti skóla-, vinnustaða- og félagahópum allan ársins hring eftir samkomulagi.
Bókaðu heimsókn með því að senda okkur tölvupóst eða hringja í síma 411-8650.
Kaffi Flóra
Kaffi Flóra býður upp á ljúffengar veitingar með áherslu á hráefni úr eigin ræktun. Kaffihúsið sem er í garðskála Grasagarðsins er opið yfir sumartímann (maí-ágúst) en lokað á veturna (september-apríl).