Matjurtagarðar

Matjurtagarðar fyrir sumarið 2024 verða opnaðir 1. maí. Íbúar í Reykjavík geta fengið matjurtagarð til afnota. Opnað verður fyrir umsóknir 15. mars 2024.

Hvar eru garðarnir?

Um 600 matjurtagarðar eru leigðir út á vegum borgarinnar, þar af eru 200 í Skammadal.

Matjurtagarðarnir innan borgarinnar eru á eftirtöldum stöðum og með því að smella á tengil er hægt að sjá hvaða garðar eru lausir.

Garðyrkjufélag Íslands sér um rekstur matjurtagarða í Stekkjarbakka og Grafarvogi norðan við Strandveg skv. samningi við Reykjavíkurborg.  Einnig eru íbúasamtök í Grafarholti með matjurtagarða á borgarlandi. 

Skammadalur í Mosfellsbæ

Reykjavíkurborg útdeilir einnig görðum í Skammadal í Mosfellsbæ og verður búið að tæta þá þegar notendur taka við þeim.

Seljagarður

Garðar í Breiðholti við Jaðarsel eru ekki á vegum borgarinnar heldur hefur félagið Seljagarður tekið við rekstri á þeim görðum og getur fólk sótt um garð á vef Seljagarðs.

Hvað kostar að leigja matjurtagarð?

Leigugjöld ársins 2024 eru 7.200 kr. fyrir garðland í Skammadal (u.þ.b. 100 fermetrar) og 6.000 kr. fyrir garð (u.þ.b. 20 fermetrar). Kassar í Grafarvogi, Árbæ, Fossvogi og Kjalarnesi verða á kr. 4.800 kr. kassinn (8 fermetrar). Úthlutun garða verður afturkölluð hafi greiðsla ekki borist á eindaga.

Hvenær eru garðarnir afhentir?

Garðarnir verða afhentir 1. maí, en ef veður lofar geta garðyrkjendur byrjað fyrr.

Ókeypis fræðsla

Í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal er boðið upp á ýmsa fræðslu eins og í hádegisgöngunum sem eru alla föstudaga í júní, júlí og ágúst. Þær taka hálftíma og eru kl. 12.00 á íslensku og kl. 12.40 á ensku. Þær eru líka kjörið tækifæri til að spyrja starfsfólk garðsins um matjurtaræktun.

Einnig býður Grasagarðurinn upp á viðburðinn „Vorverkin í garðinum“ miðvikudaginn 22. maí 2024 klukkan 17.00-18.30. Fjallað verður um undirbúning matjurtagarðsins auk annarra vorverka. Fólki er boðið að mæta með verkfærin sín og læra hvernig eigi að lengja líftíma þeirra með réttri brýningu og almennri umhirðu eins og réttri geymslu og fleira þess háttar.

Góð ráð og aðstaða í görðunum

Notendur garðanna geta fengið græn og góð ráð um matjurtaræktun hjá starfsmönnum okkar.

Garðarnir verða merktir. Vatn er aðgengilegt á öllum svæðum. Garðáhöld, plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum.