Melaskóli

Grunnskóli

Hagamelur 1
107 Reykjavík

Austurhlið Melaskóla

Í Melaskóla er 1.-7. bekkur. 8.-10. bekkur er í Hagaskóla. 

Skólastjóri er Harpa Reynisdóttir.

Frístundaheimilið Selið er við skólann, safnfrístund fyrir nemendur í 3.-4. bekk er í Frostheimum og félagsmiðstöðin Frosti er fyrir elstu nemendurna.

    Ástand húsnæðis Melaskóla

    Verkfræðistofan Efla vann skýrslu um ástand eldri byggingar Melaskóla sem tekin var í notkun árið 1946 og var hún kynnt foreldrum á opnum fundi þann 27. febrúar 2023. Kjarnasýni sem tekin voru sýna að það er víða að finna myglu en svo virðist sem hún sé að miklu leyti undir dúk sem er upprunalegur og sérlega þykkur.

    Eftir ráðleggingar frá sérfræðingum Eflu og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar er unnið að mótvægisaðgerðum til að bæta innivist í skólanum þar til hægt verður að fara í umfangsmeiri framkvæmdir í sumar. Meðal mótvægisaðgerða eru tilfærslur innan skólans, uppsetningar á lofthreinsitækjum og sérstök sótthreinsiþrif.   

    Það verður heilmikið verkefni að fara í nauðsynlega endurnýjun á þessu sögufræga og friðaða húsi og verður að undirbúa allar framkvæmdir sérstaklega vel. Sú vinna er þegar hafin en um leið og farið verður í viðgerðir vegna rakaskemmda verður unnið að því uppfæra húsið samkvæmt nútímakröfum um aðgengi, kennsluhætti, hljóðvist, orkunýtingu, öryggi og loftskipti. Um leið og áætlanir um framkvæmdir og skólastarf á framkvæmdatímum liggja fyrir verða þær kynntar fyrir foreldrum. Stefnt er að því að hægt verði að kynna grófa áætlun á vormánuðum 2023.

    Hverfisskóli

    Skólinn er hverfisskóli fyrir íbúa við eftirtaldar götur: 

    • Aragata
    • Arnargata
    • Bauganes
    • Baugatangi
    • Birkimelur
    • Dunhagi
    • Eggertsgata
    • Einarsnes
    • Einimelur
    • Fáfnisnes
    • Fálkagata
    • Faxaskjól
    • Fornhagi
    • Fossagata
    • Gnitanes
    • Grenimelur
    • Grímshagi
    • Góugata
    • Hagamelur
    • Hjarðarhagi
    • Hofsvallagata frá 49
    • Hringbraut frá 35-93 (oddatölur)
    • Hörpugata
    • Kaplaskjólsvegur frá 1-25
    • Kvisthagi
    • Lynghagi
    • Melhagi
    • Neshagi
    • Oddagata
    • Reykjavíkurvegur
    • Reynimelur
    • Skeljanes
    • Skeljatangi
    • Skerplugata
    • Skildinganes
    • Skildingatangi
    • Smyrilsvegur
    • Starhagi
    • Sörlaskjól frá 1-43
    • Tómasarhagi
    • Víðimelur
    • Þjórsárgata
    • Þormóðsstaðavegur
    • Þorragata
    • Þrastargata
    • Ægisíða