Melaskóli
Grunnskóli, 1.-7. bekkur
Hagamelur 1
107 Reykjavík

Skóladagatal Melaskóla
Hér finnur þú skóladagatal Melaskóla. Í skóladagatali eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir foreldra og forráðamenn.

Matur í grunnskólum
Flestir grunnskólanemendur eru í mataráskrift. Skólamatur kostar það sama í öllum skólum. Ekki þarf að greiða mataráskrift fyrir fleiri en tvö börn frá sama heimili.

Um Melaskóla
Frístundaheimið Selið er fyrir börn í 1.-2. bekk í Melaskóla og Frostheimar fyrir börn í 3.-4. bekk. Félagsmiðstöðin Frosti tekur við nemendum Melaskóla úr 5.-7. bekk.
- Skólastjóri er Harpa Reynisdóttir
- Aðstoðarskólastjórar eru Björg Melsted og Helga Jóna Pálmadóttir
- Verkefnastjóri þjónustu er Valentína Björnsdóttir
- Verkefnastjóri stoðþjónustu er Fabio La Marca
- Námsráðgjafi er Hildur Björk Möller
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið skólans.
Tengiliðir Melaskóla eru: Hildur Björk Möller og Ísar Logi Sigurþórsson
Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is
Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?
Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.
Starfsemi
Starfsáætlun
Hvað er framundan í Melaskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.
Foreldrafélag Melaskóla er vettvangur allra foreldra og forráðamanna til að hafa áhrif á skólagöngu barna sinna. Allir foreldrar og forráðamenn eru í félagar í foreldrafélaginu en kosnir eru fulltrúar í stjórn félagsins árlega að hausti.
Foreldrafélag Melaskóla heldur úti Facebook síðu sem nálgast má hér
Ef þú hefur spurningar eða ábendingar varðandi starf foreldrafélagsins er þér velkomið að hafa beint samband við stjórnarmeðlimi eða senda tölvupóst á formelaskola@gmail.com
Stjórn foreldrafélags Melaskóla 2022 – 2023
- Bjarni Magnússon, formaður
- Steinunn María Stefánsdóttir, gjaldkeri
- Erlendur Már Antonsson, ritari
- Ína Dögg Eyþórsdóttir, samfélagsmiðlar
Skólaráð
Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.
Skólaráð Melaskóla 2022 – 2023
- Skólastjórnendur: Harpa Reynisdóttir, Björg Melsted og Helga Jóna Pálmadóttir
- Fulltrúar kennarar: Ingibjörg Gunnarsdóttir og Monika Jónsdóttir
- Fulltrúi starfsmanna: Karl Eiríksson
- Fulltrúar foreldra: Vilborg Guðrún Sigurðardóttir og Hildur Þórarinsdóttir
- Fulltrúar nemenda: Guðmundur Gunnar Þorsteinsson og Jóhanna Gunnarsdóttir
- Áheyrnarfulltrúi: Bjarni Magnússon formaður FORMEL
Skólahverfi Melaskóla
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Melaskóla.

Ástand húsnæðis Melaskóla
Verkfræðistofan Efla vann skýrslu um ástand eldri byggingar Melaskóla sem tekin var í notkun árið 1946 og var hún kynnt foreldrum á opnum fundi þann 27. febrúar 2023. Kjarnasýni sem tekin voru sýna að það er víða að finna myglu en svo virðist sem hún sé að miklu leyti undir dúk sem er upprunalegur og sérlega þykkur.
Eftir ráðleggingar frá sérfræðingum Eflu og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar er unnið að mótvægisaðgerðum til að bæta innivist í skólanum þar til hægt verður að fara í umfangsmeiri framkvæmdir í sumar. Meðal mótvægisaðgerða eru tilfærslur innan skólans, uppsetningar á lofthreinsitækjum og sérstök sótthreinsiþrif.
Það verður heilmikið verkefni að fara í nauðsynlega endurnýjun á þessu sögufræga og friðaða húsi og verður að undirbúa allar framkvæmdir sérstaklega vel. Sú vinna er þegar hafin en um leið og farið verður í viðgerðir vegna rakaskemmda verður unnið að því uppfæra húsið samkvæmt nútímakröfum um aðgengi, kennsluhætti, hljóðvist, orkunýtingu, öryggi og loftskipti. Um leið og áætlanir um framkvæmdir og skólastarf á framkvæmdatímum liggja fyrir verða þær kynntar fyrir foreldrum. Stefnt er að því að hægt verði að kynna grófa áætlun á vormánuðum 2023.