Kynjajafnrétti

Hópur fólks að taka á móti nýjum starfsmanni.

Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar má finna kafla um jafnrétti kynja.

Verkefni mannréttindaskrifstofu sem snúa að kynjajafnrétti er að finna í aðgerðaráætlun í jafnréttis- og mannréttindamálum 2023 til og með 2026. Áætlunin er einnig jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar sbr. 13. gr. laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála.

Jafnrétti og mannréttindi í Reykjavík

Reykjavíkurborg hefur sett sér það markmið að vera borg fyrir fólk sem byggir á réttlæti, sanngirni og þátttöku borgarbúa, þar sem engin eru skilin eftir. Borgin hefur einsett sér að vinna markvisst að jafnrétti og mannréttindum fyrir íbúa sína og endurspeglast sá ásetningur í mannréttindastefnu borgarinnar. 

Saman gegn ofbeldi

Saman gegn ofbeldi er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Kvennaathvarfsins,  Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Markmið samstarfsins er að tryggja öryggi borgarbúa á heimilum sínum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og bæta stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi.

Klámvæðing er kynferðisleg áreitni

Bæklingurinn er samvinnuverkefni mannréttindaskrifstofu og MARK, miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna við Háskóla Íslands. Í bæklingnum er sýnt hvernig umræða um útlit ásamt niðurlægjandi myndbirtingum er beitt til þess að grafa undan trúverðugleika kvenna og styrk. Færð eru rök fyrir því að klámvæðing, hvort sem hún birtist í orðum eða myndmáli, sé kynferðisleg áreitni.

Kynlegar tölur

Mannréttindaskrifstofa hefur gefið út bæklinginn „Kynlegar tölur“ og hefur hann að geyma tölfræðilegar upplýsingar þar sem varpað er ljósi á ólíka stöðu karla og kvenna eins og hún birtist á ýmsan hátt í borginni.

Jafnréttismál í íþróttafélögum

Kynjuð fjárhags- og starfsáætlun

Kynjuð fjárhags- og starfsáætlun er viðamikið verkefni sem er unnið þvert á öll svið borgarinnar. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að auknu jafnrétti og betri nýtingu fjármuna með þarfir íbúa að leiðarljósi. 

Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla

Reykjavíkurborg hefur skrifað undir Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.