Hólmasel

Félagsmiðstöð fyrir 10–16 ára

Hólmasel 4-6
109 Reykjavík

Séð ofanfrá á aflangt hús sem hýsir félagsmiðstöðina Hólmasel. Græn lauf í forgrunni.
Félagsmiðstöðin Hólmasel hefur verið starfrækt í Hólmaseli 4-6 frá árinu 1992. Hólmasel þjónustar börn á aldrinum 10-16 ára í Öldusels- og Seljaskóla og heyrir undir frístundamiðstöðina Miðberg
 
Markmið Hólmasels er að veita börnum og ungmennum innihaldsríka þjónustu í frítíma þeirra. Lögð er sérstök áhersla á forvarnarstarf , að stuðlað sé að jákvæðum félagsþroska, að starfsemin standi öllum til boða og að fyrirliggjandi séu upplýsingar um íþrótta- og tómstundartilboð í hverfinu.
 
Forstöðumaður er Sif Ómarsdóttir, s: 695-5034
Aðstoðarforstöðumaður er Þorkell Már Júlíusson, s: 856-2426

Viltu vita meira?

Viltu vita meira um  Hólmasel? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Opnunartímar

5. og 6. bekkur

Þriðjudagar 14:30-16:30

Föstudagar 17:00-18:30

7. bekkur

Miðvikudagar 17:00-19:00

Föstudagar 17:00-18:30

8.-10. bekkur

Mánudagar:    14:00-16:30 og 19:30-21:45
Þriðjudagar:    19:30-21:45
Miðvikudagar: 14:00-16:30 og 19:30-21:45
Föstudagar:    19:30-22:45

Stórfundir

Mánaðarlega höldum við stórfundi sem eru opnir öllum unglinum í hverfinu. Þar móta þau starf félagsmiðstöðvarinnar og gera dagskrá fyrir mánuðinn. Þar gefst líka tækifæri til að koma með hugmyndir að viðburðum eða ferðum og farið yfir hvað þau vilja kaupa inn eða breyta í félagsmiðstöðinni.

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í félagsmiðstöðinni Hólmaseli má finna á heimasíðum Ölduselsskóla og Seljaskóla.

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​