Hinseginfræðsla fyrir unglingastig

Það eru hinsegin börn í öllum skólum og eru þau alls konar, rétt eins og önnur börn. Hinsegin börn eiga það þó sameiginlegt að falla út fyrir það sem telst normið eða viðmiðið hvað varðar kynhneigð, kyntjáningu, kyneinkenni og/eða kynvitund. Hér er verkfærakista með námsefni í hinseginfræðslu fyrir unglingastig sem inniheldur ýmiskonar efni s.s. bækur, kennsluhugmyndir og myndbönd. Efninu er raðað upp eftir tegund til að auðvelda kennurum leit.

Huldukonur í sögunni

Námsefni sem fjallar um hinsegin konur og hinseginleika í Íslandssögunni.

Efni: Jafnrétti - Mannréttindi - Staðalímyndir -Hinsegin - Hinsegin saga - Kynjasaga - Kynjafræði

Verkefni

 Á ferð um samfélagið  er kennslubók í þjóðfélagsfræði sem kemur nokkuð oft inn á jafnrétti kynjanna ásamt öðrum samfélagstengdum viðfangsefnum og nokkrum sinnum er fjallað um samkynhneigð og hinsegin réttindi í þessari bók.

Greining á lagatextum - þrjár útfærslur að vinnu með lagatexta og tónlistarmyndbönd. Efni: Hlutverk kynjanna - Félagsmótun - Tilfinningar -Samskipti - Kynlíf 

Hvað með kynlífið? er verkefni tekið úr Kompás - handbók um mannréttindi fyrir ungt fólk. Eitt af markmiðum verkefnisins er að fjalla um málefni og réttindi sem tengjast kynhneigð, þar með talið samkynhneigð. 

Ígrundun um hinsegin og karlmennskuna  - nokkrar spurningar til að koma af stað umræðum um hinsegin málefni og karlmennskuna. Hægt að nota í kennslu í kynja- og hinseginfræði.

Hinsegin verkefni

 

Nokkur fjölbreytt hinsegin verkefni, til að mynda um birtingarmyndir hinsegin fólks í teiknimyndum og íþróttum. Hægt er að nýta þetta verkefni í hinsegin fræðslu, félagsfræði, kynfræðslu, jafnréttisfræðslu og fleira.

Bækur

Hvað er hinsegin / Co to jest queer?-  Upplýsingabæklingur og plakat á íslensku / ensku og pólsku um hvað það er að vera hinsegin.

Kyn er allskonar -falleg myndasaga um fjölbreytileikann.

Rokk og róttækni er rafbók um æskulýðsróttæknina sem leiddi af sér frjálslyndara samfélag sem kom meðal annars fram í auknum réttindum kvenna og samkynhneigðra. Meðfylgjandi eru fjölbreytt verkefni úr efninu. 

Sex is a funny word er bók  um kynlíf og allt sem því viðkemur. Talað um kynlíf á opinn hátt sem er ekki útilokandi.

Ungfrú Ísland er skáldsaga eftir Auði Övu. Hægt er að nota hana í bæði kynja- og hinseginfræðslu t.d. með því að semja spurningar úr henni eða taka umræður útfrá því sem í henni stendur.

 

 

Vefsíður

Hinsegin frá Ö til A er vefsíða um allt sem tengist hinsegin málefnum. Hægt að fletta upp orðum og hugtökum og fá útskýringar á merkingu þeirra. Efni: Jafnrétti - Mannréttindi - Sjálfsmynd - Staðalmyndir - Hinsegin - Trans

 Sambönd og kynlíf - á vefnum Áttavitinn, sem er fyrir ungt fólk, er yfirflokkur sem fjallar um kynlíf, kynhneigð, samskipti og sambönd.

Svona fólk er heimasíða með viðtölum við hinsegin fólk um hinsegin málefni. Á henni er einnig hægt að nálgast heimildarmyndirnar Svona fólk, Fjaðrafok og Pride.

Kynhyrningurinn og kynjakakan

Hér eru myndir með útskýringum á hugtökunum kynhneigð, kyntjáning, kynvitund og kyneinkenni. Myndirnar eru góð verkfæri til að kenna börnum muninn á kynvitund, kyntjáningu og hverjum fólk laðast að.  

Teiknimyndir með hinsegin ívafi

Þrjár stuttar teiknimyndir með hinsegin söguhetjum. Myndirnar geta verið kveikjur að umræðum um hinsegin málefni, tilfinningar og ást.

Viðfangsefni: Jafnrétti - Kynheilbrigði - Mannréttindi - Sjálfsmynd - Staðalímyndir

Myndbönd

Alls kyns um kynferðismál er teiknuð stuttmynd sem fjallar um ýmsar hliðar kynferðismála. Rætt er um hugtök eins og kyn, kynvitund, kynhneigð og kynlíf. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er höfundur myndarinnar.

Hinseginleikinn er þáttaröð um hinsegin fólk á Íslandi. Fjallað er um hinsegin fólk á Íslandi, baráttu þeirra og daglegt líf. Efni: Hinsegin - Fjölbreytileiki - Jafnrétti - Trans - Mannréttindi - Samskipti - Staðalímyndir

Hvernig er að vera trans barn?

1. Hvernig er að vera trans? er stutt myndband frá BBC þar sem transfólk fjallar um hvernig það er að vera trans og þær spurningar sem það fær dags daglega.

2. Trans börn eru þættir sem gefa innsýn í hvernig það er fyrir trans börn að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína á táningsaldri. 

 

 

Hinsegin börn og fjölskyldur

Mikilvægt er að gera ráð fyrir því að foreldrar, forsjáraðilar og fjölskyldur nemenda geta verið hinsegin. Huga þarf að ýmsum þáttum til þess bæði að tryggja það að hinsegin fjölskyldur séu teknar með í reikninginn, finni fyrir því að þær séu velkomnar og gert sé ráð fyrir þeim, en einnig til þess að nemendur upplifi sig ekki út undan eða frávik fyrir það að eiga hinsegin fjölskyldu. Það þarf að huga að því hvernig fjölskyldur eru ávarpaðar, hverjum er gert ráð fyrir á eyðublöðum, hvernig þeim er boðið að taka þátt í skólastarfi, hvernig talað er um fjölskyldur í skólastofunni o.s.frv. Einnig þarf að huga að minnihlutaálagi hjá hinsegin foreldrum og forsjáraðilum.

Það er því mikilvægt að það sé skýrt að hinsegin fjölskyldur séu velkomnar. Rétt eins og með nemendur þá er vert að spyrja sig: „Hvernig vita hinsegin foreldrar og fjölskyldur að þau séu velkomin og að hér sé að finna stuðningsríkt umhverfi?“ Einnig getur vel verið að starfsfólk skólans eigi börn, foreldra, systkini eða aðra fjölskyldumeðlimi sem eru hinsegin og er því mikilvægt að tryggja hinseginvæna orðræðu.