Huldukonur í sögunni
Huldukonur í sögunni er námsefni sem fjallar um hinsegin konur og hinseginleika í Íslandssögunni.
Um verkefnið
Jafnrétti - Mannréttindi - Staðalímyndir -Hinsegin - Hinsegin saga - Kynjasaga - Kynjafræði
Tenging við menntastefnu: Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis: Ítarefni, Kveikjur, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur: 13 -16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni: Jafnrétti, Lýðræði, Mannréttindi, Sköpun og menning, Staðalmyndir, hinsegin málefni, hinsegin saga, kynjasaga, kynjafræði
Huldukonur í sögunni
Sjónum er beint að konum og hinsegin kynverund í sögu Íslands. Námsefnið byggir á nýlegum rannsóknum á íslenskri hinsegin sögu, hinsegin sagnfræði og hinsegin menntunarfræði og beinir athygli að samspili kyns, kynvitundar, kynhneigðar, búsetu og stéttarstöðu. Einnig er lögð áhersla á gagnrýna hugsun og „gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess“ með því að skoða hvernig hinseginleiki hefur birst í íslensku samfélagi á ólíkum tímum.
Námsefnið hentar í margvíslegri kennslu í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum og getur nýst til að auka umræðu um hinsegin kynverund, konur og kynjamálefni í öllu skólastarfi. Það samanstendur af 10 köflum á pdf-formi sem hentar jafnt til útprentunar og lestrar á skjá. Efnið er einnig aðgengilegt á hljóðformi.
Kenna má kaflana alla í heild í hvaða röð sem er eða staka, því sérhver þeirra er sjálfstæður. Þó er mælt með því að inngangskaflinn sé ávallt kenndur fyrst áður en lengra er haldið. Hver kafli samanstendur af megintexta, stuttum ramma greinum um ákveðna efnisþætti og verkefnum. Í B-hluta kennsluleiðbeininganna er kynning á hverjum kafla fyrir kennara. Þar eru tilgreind mikilvægustu hugtökin í viðkomandi kafla og markmið hans. Einnig er bent á ítarefni, heimildir og annað námsefni sem getur nýst með í kennslunni. Meðal ítarefnis ber helst að nefna vefinn Huldukonur en hver kafli námsefnisins byggir á einni eða fleiri síðum á honum. Kennurum er vísað á viðeigandi síður og þar er hægt að lesa sér til um heimildirnar sem efnið byggir á, nánari umfjöllun um þær og túlkun.