Unglingastig - verkfærakista

Verkfærakistan inniheldur allskonar efni sem getur nýst til kennslu í kynja- og hinseginfræði, bækur, verkefni, myndbönd, kveikjur, kennsluleiðbeiningar og fleira. Efninu er skipt niður í  kynjafræðslu og  hinseginfræðslu.

Kynja- og hinseginfræði

Fyrir þennan aldurshóp má finna meira úrval af námsefni til kennslu í kynjafræði en fyrir yngri nemendur. Þá hjálpar það að á þessum aldri eru flest ungmenni komin með þokkaleg tök á ensku og því hægt að nýta meira af efni sem til er á ensku án þess að kennarinn þurfi að byrja á því að þýða það fyrir nemendur sína. Ekki er eins mikið að finna af efni fyrir kennslu á hinseginfræði eins og í kynjafræði en þó meira af námsefni og áhugaverðu fræðsluefni fyrir þennan aldurshóp en fyrir yngri nemendur.

Kynjafræðsla fyrir unglingastig

Hér má finna verkfærakistu með námsefni í kynjafræði fyrir unglingastig. Efnið er á ýmsu formi s.s. bækur, verkefni, myndbönd, kveikjur, kennsluleiðbeiningar og fleira.

Hinseginfræðsla fyrir unglingastig

Hér má finna verkefnakistu með námsefni í hinseginfræðum fyrir unglingastig. Efnið er á ýmsu formi s.s. bækur, verkefni, myndbönd, kveikjur, kennsluleiðbeiningar og fleira.