Umgengni á lóðum og númerslausir bílar á borgarlandi

Teikning af bílhræi og gróðri.

Umhverfiseftirlit fær tilkynningar um slæma umgengni á lóðum og númerslausa bíla á borgarlandi.

Verklag fyrir númerslausa bíla

Áhersla er á að fjarlægja bíla, bílflök, kerrur og sambærilegt við eftirfarandi aðstæður:

  • Númerslausir bílar á borgarlandi 
  • Af bílnum er mengunarhætta (t.d. olía eða önnur mengun)
  • Af bílnum er slysahætta (t.d. brotnar rúður eða undirstöður veikar)

Bílar eru að öllu jöfnu ekki fjarlægðir ef:

  • Bíll er á einkalóð, þar með talið fyrirtækjalóð. 
  • Bíll er á fjöleignarhúsalóð. 

Þetta gildir svo lengi sem ekki stafar af þeim mengunar- og/eða slysahætta. 

Vakin er athygli á því að í lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994 (III kafli) er heimild til húsfélaga að setja húsreglur, sem m.a. taka til afnota og umgengi um sameignir, þ.m.t. á bílastæði. Í lögunum er einnig getið um úrræði til að bregðast við ef reglurnar eru brotnar.

Hvað fær bíleigandi langan frest til að fjarlægja bíllinn?

Þegar staðfest er við eftirlit starfsmanns heilbrigðiseftirlits að númerslaus bíll eða lausamunur sé á borgarlandi er límdur viðvörunarmiði á bílinn/hlutinn og eiganda gefinn frestur til að fjarlægja hann af borgarlandi.

 

Alla jafna er fresturinn 14 dagar en getur verið lengri eða styttri eftir atvikum. Að fresti loknum getur verktaki fjarlægt bílinn/hlutinn og komið honum í geymslu í 30 daga. Hafi eigandi ekki vitjað hans innan þess tíma er heimilt að farga bílnum/hlutnum eða selja hann nauðungarsölu fyrir kostnaði flutningsaðila. 

Slæm umgengni á lóðum

  • Umhverfiseftirlit sinnir kvörtunum um rusl og slæma umgengni á einkalóðum. 
  • Lóðarhafar bera ábyrgð á sinni lóð, halda henni hreinni og snyrtilegri þannig að ekki valdi öðrum ónæði. 
  • Tilkynningar um rusl og slæma umgengni á borgarlandi skal beina að viðeigandi hverfastöð.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

  • Borgartún 12, 105 Reykjavík
  • Þjónustuver 411 1111