Höfðabakki umferðarljós og úrbætur á gönguleiðum
Hvað verður gert?
Framkvæmdin felur í sér endurnýjun umferðarljósa á 5 gatnamótum á Höfðabakka, við Stórhöfða, Dvergshöfða, Bíldshöfða, Vesturlandsveg og Bæjarháls.
Einnig verða gerðar endurbætur m.t.t. umferðaröryggis á gatnamótunum.
Við Stórhöfða, Dvergshöfða og Bíldshöfða verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar og götulýsing bætt.
Á Höfðabakkabrú við Vesturlandsveg verða gerðar endurbætur á gönguleiðum og götulýsing bætt. Gálgastaurar umferðarljósa verða fjarlægðir og umferðarljósastaurar staðsettir á nýjum stöðum. Austan megin á Höfðabakka eru vinstribeygjureinar aðskildar frá akreinum til norðurs með eyju.
Við Bæjarháls verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar, hægribeygjuframhjáhlaup fjarlægð og götulýsing bætt.
Á hægribeygjuframhjáhlaup sem ekki verða með umferðarljósum verða settar malbikaðar upphækkanir.
Gert er ráð fyrir að unnið sé við ein gatnamót í einu þó að möguleiki sé á að skörun verði á milli gatnamóta með einhverja verkhluta.
Hvernig gengur?
Nóvember/Desember
Vinna er í fullum gangi við að endurnýja umferðarljós á Höfðabakka. þann 28.11.2025 er staðan sú að nýjar umferðarljósastillingar hafa verið virkjaðar á eftirfarandi gatnamótum:
- Höfðabakki/Bæjarháls
- Höfðabakki/Vesturlandsvegur
- Höfðabakki/Dvergshöfði
Gömlu umferðarjósastillingarnar eru enn í gangi á Höfðabakka/Stórhöfða og Höfðabakka/Bíldshöfða, sem veldur því að umferðarljósin eru ekki samstillt í augnablikinu. Stefnt er á að framkvæmdum ljúki fyrir áramót og að nýjar umferðarljósastillingar verði orðnar virkar þá.
Nóvember 2025
Bæjarháls: Lokið að stærstum hluta en eftir er að klára götumerkingar, færa ljósastaur og setja upp einn staur í stíglýsingu ásamt skiltun. Stefnt að því að ljúka í nóvember.
Höfðabakkabrú: Lokið að stærstum hluta, eftir er að setja leiðiðlínur og blindradoppur í gangstétt, klára skiltun, setja ljóskúpla á staura við öldur og ganga frá við staura. Stefnt að því að ljúka í nóvember.
Bíldshöfði: unnið við að koma ídráttarrörum og brunni frá stjórnkassa og í miðeyjur. Verk gæti tafist eitthvað.
Dvergshöfði: Allt klárt fyrir umferðarljósaskipti, skipta þarf út einum ljósastaur, lokið við steyptar stéttar og unnið við hellulögn á miðeyjum. Stefnt er að því að ljúka gatnamótum í desember.
Stórhöfði: Unnið er við ídrátt og yfirborðsfrágang, götumerkingar, uppsetning skilta einnig á eftir að setja upp einn ljósastaur og taka niður eldri staura, uppsetning á umferðarljósum er eftir. Stefnt er að því að ljúka gatnamótum í desember.
September 2025
Bæjarháls: Framkvæmdum að ljúka. Eftir er að setja upp 2 ljósastaura við göngustíg en vinna við gatnamót er að mestu búin, eftir er að mála akreinalínur en búið er að formerkja fyrir þeim
Höfðabakkabrú: Í undirbúningi er að skipta út umferðarljósum og taka ný í notkun. Ekki er komin niður ákveðin dagsetning en gert er ráð fyrir að það verði í vikunni 22.09-26.09. Búið er að setja upp alla stólpa gera malbikaðar upphækkanir og breyta gönguleiðum ásamt því að setja upp nýja ljósastólpa við gönguleiðir. Í framhaldi af umferðarljósabreytingu verður farið í frágang á svæðinu.
Bíldshöfði: Framkvæmdir ekki hafnar.
Dvergshöfði: Vinna í gangi við að skipta út/setja upp nýja götulýsingu ásamt umferðarljósum, upprif og endurgerð á steyptum gangstéttum í gangi samhliða. Búið er að rífa upp við miðeyjar og steypa nýja kantsteina.
Stórhöfði: Búið er að rífa upp eldri kanntsteina og steypa nýja.
Júní 2025
Verk er hafið og unnið er í framkvæmdum við Bæjarháls í fyrsta áfanga. Gert er ráð fyrir í verkáætlun að byrjað sé á syðstu gatnamótunum í 1. áfanga verksins og svo hver gatnamót unnin koll af kolli til norðurs. Leitast verður við að skörun á vinnu milli gatnamóta verði takmörkuð eins og hægt er til að lágmarka umferðartafir sem vissulega munu verða þegar farið er í vinnu við jafn fjölfarin gatnamót og um er að ræða í þessu verki.