Breytt umferðaljósastýring á Höfðabakka

Umferðarljós

Vakin er athygli á breyttu fyrirkomulagi umferðarljósastýringar á gatnamótum Höfðabakka/Stórhöfða og Höfðabakka/Dvergshöfða.

Nýbreytnin er sú eru vinstribeygjur eru alltaf varðar fyrir gagnstæðri umferð. Það þýðir að ekki er grænt ljós samtímis á vinstri beygju og beint áfram úr gagnstæðri átt á Höfðabakkanum. Einnig er rautt ljós á göngustefnur sem fara yfir vinstri beygjuna þegar hún fær grænt. 

Þessi breytta umferðarljósastýring er fyrst og fremst gerð til að bæta umferðaröryggi, bæði gangandi og akandi. 

Borið hefur á því að ökumenn horfi á rangt umferðarljós og leggi til dæmis af stað í vinstri beygju þegar umferðin beint áfram fær grænt. Vegfarendur eru hvattir til að gæta fyllstu varrúðar og fylgjast vel með umferðarljósum.