Fötlun
Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar má finna kafla um fötlun.
Óheimilt er að mismuna vegna fötlunar
Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar kemur meðal annars fram að óheimilt sé að mismuna fólki vegna fötlunar og að fötluðu fólki skuli tryggðar aðstæður til að taka virkan þátt í borgarsamfélaginu. Virk þátttaka fatlaðs fólks í samfélaginu teljist til grundvallarmannréttinda og komi öllum til góða.
Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar
Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar er heildstæð stefna um aðgengismál í víðum skilningi. Hún byggir á hugmyndafræði um algilda hönnun, bæði hvað varðar aðgengi að byggingum og borgarrýmum auk aðgengis að upplýsingum, þjónustu og stuðningi
Smelltu hér til að lesa meira um stefnuna
Aðgengis- og samráðsnefnd
Á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu starfar sérfræðingur sem sinnir m.a. utanumhaldi um aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks, vinnur að aðgerðum til að sporna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki í tengslum við verkefnið Saman gegn ofbeldi og starfar með starfs- og stýrihópum að stefnumótun og/eða verkefnum hverju sinni sem varða málefni fatlaðs fólks
Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar
Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt á fundi borgarstjórnar þann 3. maí 2022, með fyrirvara um kostnaðarmat á aðgerðum frá umhverfis- og skipulagssviði sem vísað yrði inn í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2023, ásamt fylgiskjölum.
Ráðningar á starfsfólki með fötlun - upplýsingar fyrir stjórnendur
Hér má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar
Réttindi fatlaðs fólks
Réttindi fatlaðs fólks eru tryggð í stjórnarskrá, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, almennum lögum sem og fjölmörgum alþjóðasamningum og yfirlýsingum sem Ísland er aðili að.
Markmið laganna er að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess. Þjónustan skal miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að það geti notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum.
Við framkvæmd þjónustu við fatlað fólk skal virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði. Þjónusta samkvæmt lögunum skal miðast við einstaklingsbundnar þarfir og aðstæður viðkomandi, óskir og önnur atriði sem skipta máli, svo sem kyn, kynferði, aldur, þjóðernisuppruna, trúarbrögð o.fl.
Atvinnumálatilskipun Evrópusambandsins mælir fyrir um bann við mismunun vegna fötlunar og setur fram ákvæði um að vinnuveitendur geri viðeigandi ráðstafanir þegar þeirra er þörf í ákveðnu tilviki, til þess að tryggja fötluðum einstaklingi aðgang að atvinnu, þátttöku í atvinnu eða framgang í starfi eða starfsþjálfun.
Samkvæmt mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar er óheimilt að mismuna fólki vegna fötlunar í þjónustu eða í starfi hjá borginni.
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 13. desember 2006. Undirritaði Íslands samninginn í upphafi árs 2007 og var hann fullgiltur hér á landi 23. september 2016
Þarft þú hjálp, til dæmis vegna ofbeldis sem þú hefur orðið fyrir eða vegna sjálfsvígshugsana?
Á plakatinu eru tengiliðaupplýsingar þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar, Réttindagæslu fatlaðs fólks, 112, Stígamóta, Bjarkarhlíðar, Kvennaathvarfsins og Píeta samtakanna þurfir þú hjálp.
Plakatinu var dreift meðal annars til allra íbúðakjarna og vinnustaða fatlaðs fólks á vegum Reykjavíkurborgar.
Hafðu samband
Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa
Ráðhús Reykjavíkur
Tjarnargata 11
101 Reykjavík.
Hægt er að hafa samband við mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu vegna frekari upplýsinga um verkefni skrifstofunnar sem varða málefni fatlaðs fólks.
- Netfang: mannrettindi@reykjavik.is