Atvinna og virkni fyrir fatlað fólk

Atvinna er stór og mikilvægur þáttur í lífi fólks. Það að vera virkur þátttakandi í samfélaginu hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd og líðan. Margt fatlað fólk býr yfir dýrmætri reynslu og þekkingu sem getur nýst í ýmsum störfum, en þarf stundum aðstoð eða vinnuaðstöðu, aðgengi, vinnutíma og verkefni sem koma til móts við þarfir þess, almennt kallað viðeigandi aðlögun.

Hvað er í boði?

Fatlað fólk er hvatt til að sækja um almenn störf sem auglýst eru af Reykjavíkurborg. Ef af ráðningu  verður er reynt að mæta sérhæfðum þörfum starfsfólks eftir bestu getu. Þegar þörf er á aðstoð við atvinnuleit, þjálfun í starf eða stuðning við að halda vinnu á almennum vinnumarkaði getur atvinna með stuðningi (AMS) hentað en sú þjónusta er á vegum Vinnumálastofnunar. 

Fatlað fólk sem ekki er fært um að sinna almennum störfum og þarf umfangsmeiri aðstoð getur sótt um verndaða vinnu, hæfingu og virkniþjálfun sem sniðin er að þörfum hvers og eins hvað varðar stuðning, tímalengd og verkefni.  

Hvernig sæki ég um? 

Vinnumálastofnun tekur við umsóknum og boðar þig í kjölfarið í viðtal þar sem næstu skref eru ákveðin.

Hvað gerist næst? 

Ef niðurstaðan er sú að vernduð vinna, hæfing eða virkniþjónusta henti þér sendir Vinnumálastofnun málið áfram til viðeigandi sveitarfélags. Það er hlutverk þess að finna verndaða vinnu, hæfingu eða virkniþjónustu við hæfi. 

 

Virknimiðuð stoðþjónusta