Opus

Vinnu- og virknimiðstöð

Völvufell 11
111 Reykjavík

Ljósmynd af húsnæði Ópus

Um Opus

Opus er vinnu- og virknistaður fyrir ungt fatlað fólk sem er nýlega útskrifað úr framhaldsskóla. Markmiðið er að veita einstaklingsmiðaða þjónustu með áherslu á að gefa öllum tækifæri til að þróast félagslega og að vera partur af samfélaginu. Opus myndar tengingu við atvinnulífið og veitir stuðning í starfi út frá getu og áhuga hvers og eins.

Opus er starfrækt kl. 8:30–16:00. 

Starfsþjálfunarverkefni

Í samstarfi við Vinnumálastofnun er í gangi starfsþjálfunarverkefni í Opus. Þá fara fatlaðir starfsmenn með leiðbeinendum sínum frá Opus út á almennan vinnumarkað. Nákvæm vinnutilhögun er í samstarfi við vinnuveitanda sem býður upp hlutastörf í samræmi við vinnuúthald. Verkefnið hefur mælst vel fyrir og skilað ríkum ávinningi bæði fyrir fatlaða starfsmenn og vinnusamfélagið.