SmíRey
Smíðastofa fyrir einhverfa
Arnarbakki 2
109 Reykjavík
Um SmíRey
SmíRey er smíðaverkstæði fyrir einhverfa einstaklinga sem framleiðir leikföng og tækifærisgjafir. Framleiðsluferlinu er skipt niður í níu vinnustöðvar og hver leikfangasmiður sinnir þeirri vinnustöð sem hæfir honum best.
Vinnustundum er úthlutað í samræmi við vinnuúthald, allt frá einni klukkustund á viku upp í eina klukkustund á dag . Leikfangasmiðurinn er alveg út af fyrir sig og án allrar truflunar frá öðrum. Eina krafan sem leikfangasmiðurinn þarf að uppfylla er að hafa sinn leiðbeinandi frá sínum íbúðakjarna.
Leiðbeinandinn sinnir öllum hans þörfum, aðstoðar hann í smíðinni og í umgengni við verkfærin og á verkstæðinu. Vinnan fer fram í rólegheitunum á hraða hvers og eins. Í lokin er hvíldarpása tekin á kaffi SmíRey sem er sérútbúin kaffistofa við hliðina á smíðaverkstæðinu.
- Forstöðumaður: Sigurbjörn Rúnar Björnsson
- Deildarstjóri: Hjalti Geir Friðriksson