Rannsóknir og borgarþróun

Reykjavíkurborg tekur þátt í nokkrum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum með áherslu á margvíslega þekkingaröflun og upplýsingamiðlun sem gagnast við framsækna borgarþróun. Einnig tekur Reykjavík þátt eða styður við ýmis nýsköpunarverkefni og samstarf. Hér er gefin yfirsýn yfir helstu verkefnin.

Alþjóðlegt samstarf um rannsóknir og borgarþróun

Reykjavík vill búa til frjóan farveg þar sem ólíkir straumar sameinast og laða til sín hugmyndaríkt og atorkusamt fólk - eins og segir í nýrri atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkur
Þátttaka Reykjavíkurborgar í alþjóðlegum rannsókna- og nýsköpunarverkefnum var samþykkt í forsætisnefnd Reykjavíkur þann 7. júní 2024 eftir umsagnir frá öllum fagráðum borgarinnar. Markmið með tilteknum aðgerðum er að styrkja stöðu Reykjavíkurborgar í innlendu og alþjóðlegu samstarfi og nýta tækifæri til þekkingaröflunar og nýsköpunar til að hámarka ávinning borgarinnar. Vinna við aðgerðaráætlunina stóð yfir vorið 2024 og eru viðbrögð við úttekt Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands á reynslu borgarinnar af þátttöku í fullstyrktum fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum.  

Alþjóðleg rannsókna- og nýsköpunarverkefni eru með netfangið aron@reykjavik.is 

SPARCS

SPARCS – er rannsóknarverkefni á sviði orkuskipta, sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Það er samstarfsverkefni þrjátíu aðila sem aðstoða evrópskar borgir við að verða sjálfbær, vistvæn og kolefnishlutlaus samfélög. SPARCS er stytting á Sustainable energy-Positive and zero-cARbon CommunitieS, kostað af Horizon 2020 rammaáætlun ESB. 

AMIGOS

AMIGOS – lítur að bættu öryggi og upplifun ólíkra vegfarenda við samgöngukjarna. Umbreytingar við Hlemm og nágrenni á næstu árum, verða helsta viðfangsefnið í framlagi Reykjavíkur til verkefnisins.  AMIGOS, stendur fyrir "Active Mobility Innovations for Green and safe city sOlutionS", kostað af Horizon Europe rammaáætlun ESB. 

IMPULSE

IMPULSE – rannsóknarverkefnið snýst um hönnun og tilraunir með andlitsgreiningu í rafrænni auðkenningu fyrir þá sem kysu að nota þá lausn frekar en þau rafrænu skilríki sem algengust eru í dag. ​IMPULSE stendur fyrir Identity Management in PUbLic SErvices, kostað af Horizon 2020 rammaáætlun ESB.​  

GreenIn Cities   

GreenIn Cities – er nýtt verkefni sem verður formlega hleypt af stokkunum 1. janúar 2024. Verkefnið er til 4ra ára og snýst aðkoma Reykjavíkurborgar að samsköpun og þróun grænna svæða í Breiðholti – æti- og skrautgarða – með íbúum hverfisins. Fab Lab Reykjavík, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, og Reykjavíkurborg munu vinna saman að framkvæmdinni en verkefnið er kostað af Horizon Europe rammaáætlun ESB. 

NetZeroCities (NZC)

NetZeroCities áætlunin styður við leiðangur evrópskra borga í átt að kolefnishlutleysi og snjallvæðingu fyrir 2030. Leiðangurinn byggist á víðtæku samstarfi þvert á borgir, við fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, stjórnvöld, félagasamtök og íbúa. Meðal annars verður samstarf borganna formgert með sérstökum Loftslagsborgarsamningi, sem aðlagaður er hverri borg fyrir sig. NZC heldur líka utanum svo-kallaðar "Pilot City" og "Twin City"  áætlanir og styður við verkefnin sem veljast þar inn.

"Pilot City" hefur verið þýtt á íslensku sem Tilraunaborg og "Twin City" sem Tengiborg.

NZC - Tengiborg

Reykjavík er Tengiborg undir “Twin City” áætlun NZC, og tvinnuð við Lahti í Finnlandi sem gegnir hlutverki svokallaðra Tilraunaborga. Formlegt samstarf á milli Reykjavíkur og Lahti er skipulagt af NZC sem styður við öll samskipti og samráð til loka verkefnisins í maí 2025. Samstarf borganna snýst um þekkingarmiðlun og þróun lausna í átt að sjálfbærum samgöngum og öflugum aðferðum til að styðja sem best við breytta samgöngumáta íbúanna.

 

Nýsköpunarsamstarf og hraðlar

Reykjavík styður við nýsköpunar í Reykjavík, svo sem frumkvöðlasetur, klasasamstarf, hraðla og þekkingarsetur á sviði grænnar nýsköpunar. Hér má sjá birtingarmyndir þeirrar atvinnuþróunar:

 

Smiðjur og frumkvöðlasetur

 

Klasasamstarf

 

Nýsköpunarverkefni og hraðlar

Reykjavíkurborg tekur þátt í Klak – Icelandic Startups, sem hjálpar frumkvöðlum að raungera hugmyndir og leiða til mögulegrar fjárfestingar. Borgin styður starfið og ýmsa hraðla og viðburði svo sem Hringiðu og Gulleggið.

 

Reykjavíkurborg er bakhjarl Snjallræðis, sem stofnað var af Höfða friðarsetri árið 2018. Snjallræði er 16 vikna vaxtarrými (e. incubator) sem styður við öflug teymi sem brenna fyrir lausnum á áskorunum samtímans og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

 

Nýsköpunarvikan

Nýsköpunarvikan hefur verið að festa sig í sessi sem viðurkenndur alþjóðlegur vettvangur. 

Græna planið rannsóknir

Þekkingarkjarnar og þróunarreitir

Í Reykjavík eru svæði sem fá sérstaka athygli sem áhugaverðir þekkingarkjarnar og þróunarreitir. 

 

Innan þekkingarkjarnanna er unnið í samstarfi við rekstrar og hagaðila á svæðinu. Unnið er að framgangi þessara þekkingarkjarna: 

  • Vísindaþorpið í Vatnsmýri | Reykjavík Science City
  • Miðborgin
  • Gufunes – þorp skapandi greina

 

Skapandi borg - árið 2020 bauð borgin fram tímabundið húsnæði fyrir skapandi greinar og samfélagsleg verkefni á þremur stöðum í borginni: í Gufunesi, Skerjafirði og Bryggjuhverfi. 

 

Á stærri þróunarreitum er unnið að því að leggja grunninn og kallað eftir nýjum aðilum til að koma inn á áhugaverð svæði:   

  • Álfsnes 
  • Hólmsheiði 
  • Esjumelar 

Viltu nánari upplýsingar?

Hafðu samband við okkur hjá atvinnu- og borgarþróunarteymi - við vinnum á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara - skoða nafnalista og símanúmer eða sendu á okkur tölvupóst athafnaborgin@reykjavik.is eða á aron@reykjavik.is (Alþjóðleg Rannsókna- Og Nýsköpunarverkefni)