Samstarfsverkefni kolefnishlutlausra borga

NetZeroCities áætlunin - sem styður við leiðangur evrópskra borga í átt að kolefnishlutleysi og snjallvæðingu fyrir 2030 - hleypti í september 2023 af stokkunum 20 mánaða undirverkefni til að efla samstarf borga, sk. Tvíbura-samstarf eða Tengiborgir (Twin City). 

NetZeroCities verkefnisins nýtur styrkja frá Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins. 

Um hvað snýst verkefnið?

Reykjavík sótti um aðild að verkefninu og var valin til samstarfs við Lahti í Finnlandi. Samstarf Reykjavíkur og Lahti snýr að vistvænum samgöngum og fólksmiðuðum hegðunarbreytingum til að auka virkar samgöngur. Þetta er einkar mikilvægt í Reykjavík en samkvæmt losunarbókhaldi 2021 eiga bílasamgöngur 70% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda.  

 

Grunnþátturinn í verkefninu er að samstarfsborgir eða tengiborgir (Twin Cities) skiptast á þekkingu og reynslu af loftslagsverkefnum hverrar annarrar. Lahti er Pilot borg hjá NetZeroCities og var valin European Green Capital 2021 og því ljóst að Reykjavík fær hér dýrmætt tækifæri til lærdóms og yfirfærslu á góðum starfsháttum. 

 

Frá því borgirnar voru paraðar saman í september 2023 hefur verið unnið að því að skapa ramma fyrir þekkingarmiðlun og skoðanaskipti.  

Kona á hjóli

Markmið verkefnisins

Reykjavík tekur þátt i þessari þekkingarmiðlun og þróun lausna til að sækja fram í  umhverfismálum. Verkefnið á að stuðla að:

  • Menntun og fræðslu til íbúa, sem og fyrirtækja um kosti umhverfisvænna samgangna, auk uppbyggingar þekkingar innan borgarkerfisins. 
  • Flýta fyrir umbreytingu í átt að kolefnishlutlausi Reykjavík fyrir 2030.
  • Fylgja eftir stefnu í loftslagsmálum og samgöngum, og aðlaga stefnur raunverulegum samgönguþörfum íbúa höfuðborgarsvæðisins.
  • Dreifa nýrri þekkingu innan borgarkerfisins og til íbúa og fyrirtækja. 

Vinnuhópur

Hjá Reykjavíkurborg hefur verið stofnaður vinnuhópur skipaður annars vegar fulltrúum umhverfis- og skipulagssviðs og hins vegar frá atvinnu- og borgarþróunarteymi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Unnið verður undir leiðsögn verkefnaráðgjafa frá ICLEI (Local Governments for Sustainability) til að efla og örva íbúa í að nota virkar samgöngur. 

Í vinnuhópnum eru: 

  • Sylva Lam – BREEAM AP, Verkefnastjóri alþjóðlegra loftslagsverkefna, atvinnu- og borgarþróunarteymi,  skrifstofa borgarstjóra og borgarritara 
  • Dr. Harpa Sif Eyjólfsdóttir - Verkefnastjóri, atvinnu- og borgarþróunarteymi, skrifstofa borgarstjóra og borgarritara 
  • Hildur Sif Hreinsdóttir - Verkefnastjóri Grænna skrefa, umhverfis- og skipulagssvið
  • Hrönn Hrafnsdóttir – Deildarstjóri loftslagsmála, aðalskipulag og loftslagsmál, umhverfis- og skipulagssvið
  • Nils Schwarzkopp  -  Dipl.-Ing. (FH) - byggingartæknifræðingur, skrifstofa samgangna og borgarhönnunar, umhverfis- og skipulagssvið

Frekari upplýsingar

Umsjón með verkefninu er hjá atvinnu- og borgarþróunarteymi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar.

 

Tengiliður hjá Reykjavíkurborg:

Sylva Lam, verkefnastjóri alþjóðlegra loftslagsverkefna

Project Manager of Climate Issues, Project Leader of SPARCS

Sími / Tel.: (354) 7608815

netfang: sylva.lam@reykjavik.is

 

Verkefnið nýtur styrkja frá Horizon 2020, rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, samkvæmt styrksamningi nr. 101036519. 

 

Meira um Twinning Learning verkefnið