LIFE Icewater verkefnið
Stærsta íslenska verkefnið sem hlotið hefur styrk Evrópusambandsins er Life IceWater og taka 22 innlendir aðilar, sveitarfélög og stofnanir þátt. Reykjavíkurborg tekur þátt með því að bæta vatnsgæði í Vatnsmýrinni og Tjörninni.
Hlutverk LIFE Icewater verkefnisins
LIFE Icewater er ætlað að auka þekkingu á notkun, eiginleikum og ástandi vatns á Íslandi. Verkefnunum er skipt upp í sjö hluta og verða unnin á árunum 2025 til 2030.
Með verkefninu gefst tækifæri til nýsköpunar í stjórnsýslunni með þverfaglegu samstarfi ýmissa aðila, en verkefnið er unnið ásamt 21 íslenskum samstarfsaðilum úr röðum sveitarfélaga og hinna ýmsu stofnana.
Tjörnin og Vatnsmýrin
Sem hluti af LIFE Icewater verkefninu fékk Reykjavíkurborg ríflega 150 milljóna króna styrk til að bæta vatnsgæði í Vatnsmýrinni og Tjörninni. Markmið verkefnisins er að skoða betur efnafræðilegt ástand svæðisins og leita að uppruna mengunar. Á grundvelli þeirra upplýsinga verða skipulagðar aðgerðir til þess að draga úr mengun og fyrirbyggja frekari mengun þrátt fyrir fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.
Áherslur verkefnisins
- Greina orsakir uppsprettu mengunar.
- Koma upp blágrænum ofanvatnslausnum í Vatnsmýri.
- Efla líffræðilega fjölbreytni með því að byggja upp litla hólma í Tjörninni og koma fyrir upprunalegum plöntum sem bæta vatnsgæði.
- Útbúa gátlista og leiðbeiningar fyrir blágrænar ofanvatnslausnir, auk leiðbeininga fyrir byggingarsvæði.
- Miðla þekkingu og upplýsingum um vatnsgæði og blágrænar ofanvatnslausnir.
- Læra af reynslu annarra. Efla samskipti við innlenda aðila og byggja upp tengslanet erlendis.
Samstarfsaðilar
- Umhverfis- og orkustofnun
- Veitur
- Gefn
- Eimur
- Orkuveitan
- Samband íslenskra sveitarfélaga
- Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
- Náttúruminjasafn Íslands
- Kópavogsbær
- Veðurstofa Íslands
- Hafrannsóknastofnun
- Ísafjörður
- Grundarfjörður
- Norðurþing
- Orka náttúrunnar
- Mast
- Náttúrufræðistofnun
- Keflavíkurflugvöllur
- Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytið
- RÚV
- Hveragerðisbær