Jafnréttisskólinn

""

Hlutverk Jafnréttisskólans er að skapa vettvang og miðla þekkingu á jafnréttismálum til starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar í samræmi við áherslur aðalnámskrár. Annað hlutverk skólans er að veita ráðgjöf og stuðning varðandi ýmis málefni sem varða jafnréttismenntun, mannréttindi og kynheilbrigði. 

Vika6

Vika6 er sjötta vika ársins. Hún hefur fest sig í sessi sem árleg vika kynheilbrigðis í öllum grunnskólum og frístundamiðstöðvum. í Viku6 ættu öll börn og unglingar í borginni að fá kynfræðslu í einhverju formi. Hér má finna kynfræðslu fyrir öll stig grunnskóla. 

Ungmenni situr við sjó í bol með skilaboum um jafnrétti

Ertu normal?

 Hér er boðið upp á spennandi verkefni þar sem unglingar fá tækifæri til að velta fyrir sér þröngum ramma samfélagsins um hvað er að vera normal. Verkefnið felur í sér fræðslu í myndbandaformi og endar með ljósmyndasýningu á verkum þátttakenda.

Drengur að mála sig um augun með maskara

En ég var einn!

Fyrirlestraröðin En ég var einn! Sjálfsmynd stráka og kerfið er haldin í samstarfi Jafnréttisskóla Reykjavíkur, Geðhjálpar og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Hér má finna myndbönd frá ráðstefnunni. 

Gul mynd með svartri skuggamynd af ungmenni. Inni í skuggamynd er völundarhús. Texti sem segir En ég var einn! Sjálfsmynd stráka og kerfið.

Verkefnastýra Jafnréttisskólans

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir