Gatnagerðargjald
Gjaldskrá gatnagerðargjalds breytist með byggingarvísitölu mánaðarlega.
Gatnagerðargjald í Reykjavík
Grunnur byggingarvísitölu frá 2021 | |
Byggingarvísitala í janúar | 121,8 |
Byggingarvísitala í desember '24 | 121,2 |
Breyting vísitölu á milli mánaða | 0,5% |
Verðgrunnur fyrir gatnagerðargjald janúar 2025 | 302.559 kr. |
Stofn gatnagerðargjalds desember '24 | 301.984 kr. |
Breyting á milli mánaða | 0,19% |
Almennt gatnagerðargjald | |
Einbýlishús, með eða án tvíbýlisaðstöðu | 45.384 kr./m2 |
Raðhús, parhús, tvíbýlishús og keðjuhús | 34.189 kr./m2 |
Fjölbýlishús | 16.338 kr./m2 |
Annað húsnæði | 28.441 kr./m2 |
Dæmi | |
Einbýlishús 220 m2 | 9.984.447 kr. pr. lóð |
Rað-/parhús: 190 m2 | 6.495.942 kr. pr. íbúð |
Fjölbýlishús: 120 m2 | 1.960.582 kr. pr. íbúð |
Lög um gatnagerðargjald
Gatnagerðargjald eru innheimt af öllum lóðum í þéttbýli í Reykjavíkurborg og/eða mannvirkjum á þeim. Gjaldinu er varið til gatnagerðar og viðhalds gatna samkvæmt lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006.
Um gatnagerðargjald í Reykjavíkurborg gildir samþykkt nr. 191/2025. Fjárhæð gatnagerðargjalds uppfærist mánaðarlega í samræmi við lög um gatnagerðargjald.
Fjárhæð viðbótargatnagerðargjalds er sú sama og gatnagerðargjalds.
Samþykkt nr. 191/2025 tók gildi 25. febrúar 2025.
Í ákvæðum I og II til bráðabirgða í samþykkt nr. 191/2025 eru gerðar tvær undantekningar um gildi samþykktarinnar. Í þeim tilvikum gildir eldri samþykkt um gatnagerðargjald í Reykjavíkurborg nr. 725/2007 með síðari breytingum en eingöngu takmarkað og í takmarkaðan tíma.
Í ákvæði I til bráðabirgða felst að ef sótt var um byggingarleyfi fyrir 25. febrúar 2025 vegna fermetrafjölda sem umsókn um byggingarleyfi varðar gildir eldri samþykkt um gatnagerðargjald. Með umsókn er átt við umsókn sem uppfyllir áskilnað seinna stigs umsóknar vegna endanlegrar afgreiðslu byggingarleyfis samkvæmt byggingarreglugerð. Ef byggingarleyfið er fellt úr gildi eða verði það fellt úr gildi gildir ný samþykkt.
Í ákvæði II til bráðabirgða felst að ef lóð fyrir raðhús, parhús, tvíbýlishús, keðjuhús fjölbýlishús og aðrar byggingar en hjólaskýli og bílastæðahús ofanjarðar er úthlutað fyrir 1. september 2025 fer um fjárhæð gatnagerðargjalds samkvæmt eldri samþykkt um gatnagerðargjald. Sama gildir ef byggingarleyfi vegna þessa húsnæðis er gefið út fyrir 1. september 2025.
Tengi og fráveitugjöld
Tengigjöld fráveitu, vatns-, rafmagns- og hitaveitu eru innheimt af Veitum skv. verðskrá.