Gatnagerðargjald

Gjaldskrá gatnagerðargjalds breytist með byggingarvísitölu mánaðarlega.

Gatnagerðargjald í Reykjavík

  Grunnur byggingarvísitölu frá 2021
Byggingarvísitala í janúar 121,8
Byggingarvísitala í desember '24 121,2
Breyting vísitölu á milli mánaða 0,5%
   
Verðgrunnur fyrir gatnagerðargjald janúar 2025 302.559 kr.
Stofn gatnagerðargjalds desember '24 301.984 kr.
Breyting á milli mánaða 0,19%
   
Almennt gatnagerðargjald
Einbýlishús, með eða án tvíbýlisaðstöðu 45.384 kr./m2
Raðhús, parhús, tvíbýlishús og keðjuhús 34.189 kr./m2
Fjölbýlishús 16.338 kr./m2
Annað húsnæði 28.441 kr./m2
   
Dæmi  
Einbýlishús 220 m2 9.984.447 kr. pr. lóð
Rað-/parhús: 190 m2 6.495.942 kr. pr. íbúð
Fjölbýlishús: 120 m2 1.960.582 kr. pr. íbúð
Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt samþykkt um gatnagerðargjald í Reykjavík, nr. 725/2007 með síðari breytingum, sbr. lög nr. 153/2006

 

Lög um gatnagerðargjald

Gatnagerðargjald eru innheimt af öllum lóðum í þéttbýli í Reykjavíkurborg og/eða mannvirkjum á þeim. Gjaldinu er varið til gatnagerðar og viðhalds gatna samkvæmt lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006. 

Um gatnagerðargjald í Reykjavík gildir samþykkt nr. 725/2007 með síðari breytingum. Fjárhæð gatnagerðargjalds uppfærist mánaðarlega í samræmi við 3. mgr. 6. gr. samþykktarinnar.

Fjárhæð viðbótargatnagerðargjalds er sú sama og gatnagerðargjalds.

Tengi og fráveitugjöld

Tengigjöld fráveitu, vatns-, rafmagns- og hitaveitu eru innheimt af Veitum skv. verðskrá.